Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   sun 07. apríl 2024 10:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hvítur völlur fyrir norðan - Búið að snjóhreinsa stúkuna
Hvítur Greifavöllur.
Hvítur Greifavöllur.
Mynd: Skjáskot
Úr leik liðanna síðasta haust.
Úr leik liðanna síðasta haust.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Svona lítur hann út snjólaus.
Svona lítur hann út snjólaus.
Mynd: Fótbolti.net
Klukkan 13:00 hefjast fyrri tveir leikir dagsins í Bestu deildinni. Annars vegar mætast KA og HK á Greifavellinum og hins vegar Fram og Vestri á Lambhagavellinum.

Leiknum fyrir norðan var flýtt vegna veðurs, leikurinn átti upprunalega að hefjast klukkan 17:00 en var flýtt um fjóra tíma.

Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, birti í morgun myndband þar sem var verið að blása burt snjó úr stúkunni á Greifavellinum. „Okkar besti maður mættur klukkan 08:30 að græja stúkuna," skrifar Sævar við myndbandið.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 HK

„Fyrsti leikur í Bestu núna kl 13.00. Verður heitt á könnunni og kakó fyrir okkur hin. Þetta verður ekki notað sem afsökun fyrir því að mæta ekki og hvetja strákana áfram enda erum við stolt af því að Akureyri bjóði upp á öll lífsins gæði. Eins og góður maður sagði þá er veður einfaldlega hugarfarsástand, smá kakó og þetta verður veisla."

Á vedur.is er spáin á Akureyri þannig að hitastigið verði á bilinu 0-1°C, 7-9 m/s og það gæti snjóað.


Athugasemdir
banner