Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 07. apríl 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Vill sanna fyrir hatursmönnum sínum að þeir hafi rangt fyrir sér - „Þetta er hluti af leiknum“
Kai Havertz
Kai Havertz
Mynd: EPA
Þýski leikmaðurinn Kai Havertz hefur verið að gera vel með Arsenal á leiktíðinni en margir voru skeptískir þegar hann gekk í raðir liðsins frá Chelsea fyrir tímabilið.

Arsenal fékk Havertz frá Chelsea, sem hafði hafnað í 11. sæti deildarinnar.

Havertz skoraði níu mörk á síðustu leiktíð en var samt í miklu basli í sóknarleiknum og kom því mörgum á óvart að Mikel Arteta hafi ákveðið að fá hann yfir.

Tímabilið fór hægt af stað en honum tókst ekki að skora í fyrstu sex deildarleikjunum. Markið kom á endanum en það liðu aðrir fimm leikir áður en hann skoraði annað mark sitt.

Þjóðverjinn hefur verið í stuði undanfarið og er með fimm mörk í síðustu fimm deildarleikjum, en hann er alls með tíu mörk í öllum keppnum og fimm stoðsendingar.

Havertz er ekki allra og hefur hann alveg fengið sinn skerf af gagnrýni síðustu ár, en hann er löngu hættur að pæla í því sem einhver Jón út í bæ sé að segja um hann á samfélagsmiðlum.

„Það er hluti af leiknum að afsanna það sem hatursmenn mínir segja. Það er alltaf fólk þarna úti sem líkar ekki vel við þig eða tala illa um þig. Ég hef sætt mig við það að það er ekki hægt að gera öllum til geðs. Ég reyni að gera sjálfum mér til geðs og þeim manneskjum sem eru mér mikilvægastar,“ sagði Havertz

Havertz skoraði og lagði upp í 3-0 sigri Arsenal á Brighton í gær en hann var valinn maður leiksins fyrir framlag sitt. Havertz á stóran þátt í því að Arsenal er á toppnum í deildinni, en liðið er með eins stigs forystu á Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner