Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 08. apríl 2024 19:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Graham Potter hafnaði Ajax
Mynd: EPA

Graham Potter hefur hafnað því að taka við Ajax samkvæmt heimildum Sky Sports.


Hann hefur verið efstur á óskalista félagsins en Maurice Steijn var rekinn frá Ajax snemma á tímabilinu eftir arfaslaka byrjun. John van't Schip er bráðabirgðastjóri liðsins en hann mun hætta eftir tímabilið.

Liðið tapaði 6-0 gegn Feyenoord um helgina og er í 6. sæti, 33 stigum á eftir toppliði PSV.

Potter hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Chelsea í apríl í fyrra en áður stýrði hann Brighton með góðum árangri.

Mitchell van der Gaag aðstoðarmaður Erik ten Hag hjá Man Utd hefur einnig verið orðaður við starfið en hann vann einnig undir Ten Hag hjá Ajax á sínum tíma.


Athugasemdir
banner
banner
banner