Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 08. apríl 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Kom á láni frá Dortmund en fær lítið að spila
Giovanni Reyna í leik með Forest
Giovanni Reyna í leik með Forest
Mynd: Getty Images
Bandaríski landsliðsmaðurinn GIovanni Reyna hefur lítið fengið að sanna sig hjá Nottingam Forest síðan hann kom á láni frá Borussia Dortmund í janúar en bandaríski fjölmiðlamaðurinn Taylor Twellman furðar sig á þessu.

Reyna framlengdi samning sinn við Dortmund áður en hann stökk yfir í enska boltann.

Þessi sóknarsinnaði leikmaður hefur ekki byrjað einn deildarleik undir stjórn Nuno Espirito Santo og það þrátt fyrir að liðið sé í erfiðri fallbaráttu.

Á dögunum var Reyna valinn besti leikmaður Þjóðadeildar CONCACAF er Bandaríkin vann keppnina, þannig hann virðist í ágætis formi en Twellman segist ekki alveg skilja Nuno.

„Lið sem er að berjast við að halda sér uppi vill ekki gera neinar tilraunir og ekki er liðið að skora fullt af mörkum heldur,“ sagði Twellman á X, en þar var hann að svara færslu CBS sem velti því fyrir sér hvort Nuno sé yfir höfuð hrifinn af Reyna.

Forest er í 17. sæti deildarinnar með 25 stig og aðeins unnið tvo deildarleiki á árinu.
Athugasemdir
banner