Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 08. apríl 2024 07:45
Elvar Geir Magnússon
Reyna við Martial ef þeir fá ekki Albert - Aukinn áhugi Man Utd á Gutierrez
Powerade
Anthony Martial.
Anthony Martial.
Mynd: EPA
Amorim er með riftunarákvæði.
Amorim er með riftunarákvæði.
Mynd: Getty Images
Miguel Gutierrez (til vinstri) er á óskalista Manchester United.
Miguel Gutierrez (til vinstri) er á óskalista Manchester United.
Mynd: EPA
Gleðilega vinnuviku. Þetta var heldur betur hressandi fótboltahelgi. Martial, Albert, Fati, Calvert-Lewin, Szmodics, Onana, Parrott og fleiri í mánudagsslúðrinu.

Inter gæti reynt við franska framherjann Anthony Martial (28) þegar samningur hans við Manchester United rennur út í sumar, ef félaginu mistekst að fá Albert Guðmundsson (26) frá Genoa. (Gazzetta dello Sport)

Brighton mun ekki reyna að fá Ansu Fati (21) eftir að lánssamningur hans við Barcelona rennur út. Wolves, Valencia og Sevilla hafa áhuga á spænska framherjanum. (Sport)

Rúben Amorim stjóri Sporting Lissabon er með munnlegt samkomulag um að geta farið fyrir 8,5 milljónir punda ef stórlið reynir að fá hann í sumar. Amorim er orðaður við stjórastarf Liverpool. (Fabrizio Romano)

Everton vill fá yfir 40 milljónir punda ef félagið á að selja enska sóknarmanninn Dominic Calvert-Lewin (27) í sumar. (Football Insider)

Luton hefur aukinn áhuga á Sammie Szmodics (28), írskum sóknarmanni Blackburn, en fær samkeppni frá Brentford. (Sun)

Amadou Onana (22) mun líklega yfirgefa Everton í sumar en félagið vonast til að fá 50-60 milljónir punda fyrir belgíska landsliðsmiðjumanninn. (Football Insider)

Þýsk félög hafa áhuga á írska framherjanum Troy Parrott (22) hjá Tottenham en hann hefur verið á láni hjá Excelsior í Hollandi á þessu tímabili. (Football Insider)

Enski varnarmaðurinn Jarrad Branthwaite (21) segir að einbeiting sín sé á að vinna leiki með Everton en fjallað hefur verið um áhuga frá Manchester United. (Liverpool Echo)

Juventus hefur náð munnlegu samkomulagi við Thiago Motta, stjóra Bologna, um að hann taki við stjórnartaumunum. Skoski miðjumaðurinn Lewis Ferguson (24) gæti fylgt honum frá Bologna til Tórínó. (Calciomercato)

Nicolo Zaniolo vill snúa aftur heim í ítölsku A-deildina þegar lánssamningur hans við Aston Villa, frá Galatasaray, rennur út í sumar. Fiorentina og Napoli hafa þegar sent fyrirspurnir um þennan 24 ára vængmann. (Gazzetta dello Sport)

Manchester United hefur aukinn áhuga á spænska vinstri bakverðinum Miguel Gutierrez (22) hjá Girona og ætlar að skáka Arsenal í samkeppni um hann. (Mirror)

Real Madrid fylgist með argentínska miðjumanninum Franco Mastantuono (16) hjá River Plate. Hann er einnig undir smásjám Chelsea og Paris St-Germain. (Fabrizio Romano)

Barcelona og Manchester City hafa einnig áhuga á Mastantuono en hann er með 39 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum. (Sport)

Manchester United hefur sett sig í samband við Palmeiras varðandi brasilíska framherjann Thalys (19) sem hefur enn ekki spilað fyrir aðalliðið. (TeamTalk)
Athugasemdir
banner
banner