Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 08. október 2018 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Pogba fer frá Man Utd óháð framtíð Mourinho
Powerade
Paul Pogba verður ekki mikið lengur í búningi Man Utd.
Paul Pogba verður ekki mikið lengur í búningi Man Utd.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að daglegum slúðurpakka í boði Powerade en þar er búið að taka saman helsta slúðrið í ensku miðlunum og setja á einn stað.

Umboðsmaður Zinedine Zidane segir að ólíklegt sé að hann verði nokkurn tíma knattspyrnustjóri í ensku deildinni en hann hefur verið orðaður við Man Utd. (Marca)

Jose Mourinho ráðfærði sig við Paul Pogba í hálfleik gegn Newcastle um helgina þegar liðið var 2-0 undir. Það skilaði frábærri endurkomu og 3-2 sigri. (Sun)

Pogba verður ekki seldur í janúar en vill yfirgefa Man Utd alveg óháð framtíð Jose Mourinho í stjórastólnum. (Mail)

Mourinho segir að Man Utd eigi enn við vandamál að stríða þrátt fyrir sigurinn um helgina. (Star)

Thierry Henry er enn talinn líklegastur til að taka við stjórastöðunni hjá Aston villa og John Terry yrði aðstoðarmaður hans. (Express og Star)

Arsenal mun kaupa Miguel Almiron framherja Paragvæ í janúar en hann spilar með Atlanta United í bandarísku MLS deildinni og hefur skorað 12 mörk á tímabilinu. Hann mun kosta Arsenal 15 milljónir punda. (Mirror)

Eddie Howe stjóri Bournemouth bauð 10 milljónir punda í Chris Mepham miðvörð Brentford og Wales í sumar en því var hafnað. Hann ætlar að reyna aftur í janúar. (Sun)

Pep Guardiola stjóri Man City bað Gabriel Jesus afsökunar á að leyfa honum ekki að taka vítið gegn Liverpool um helgina en Riyad Mahrez skaut hátt yfir í markalausu jafntefli. (Independent)

Keith Hackett yfirmaður dómara á Englandi segir að Fernandinho hafi sloppið við rautt spjald fyrir að fara í andlitið á Sadio Mane í leiknum útaf orðsporinu. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner