Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 08. október 2018 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sarri vill ekki snerta boltann þegar hann fer út af í innkast
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri hefur farið fantavel af stað með Chelsea. Ítalinn tók við Chelsea í sumar eftir að hafa gert flotta hluti með Napoli.

Chelsea er með 20 stig eftir fyrstu átta leiki í ensku úrvalsdeildina. Liðið er á toppnum ásamt Liverpool og Manchester City.

Sarri er mjög athyglisverður persónuleiki en hann hefur komið sér í fréttirnar fyrir það að tyggja sígarettustubba á hliðarlínunni. Sarri má ekki reykja á hliðarlínunni á Englandi og reynir því að finna aðrar leiðir til að komast hjá því.

Sarri er líka mjög hjátrúafullur en Jorginho, sem spilað hefur fyrir Sarri hjá Napoli og Chelsea, veit allt um það.

„Ef ég þyrfti að telja upp allt sem Sarri gerir þá væri ég hérna þangað til í fyrramálið," sagði Jorginho í samtali við Sky Sports á Ítalíu aðspurður út í það hvort Sarri væri hjátrúafullur.

„Ég skal segja ykkur eitt. Ef boltinn fer út af í innkast þá gerir hann allt til þess að komast hjá því að snerta hann. Ég tek það þó að ef leikstíl hans er fylgt þá mun boltinn ekki fara oft út af."

Saga Sarri er áhugaverð en hann vann lengi vel í banka til þess að geta haldið áfram að þjálfa.

Hér að neðan má sjá skemmtilegt myndband þar sem fjallað er feril Sarri hingað til.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner