Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   þri 09. apríl 2024 10:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
„Hefði búist við því að þær myndu velja völl með allt upp á tíu"
Icelandair
Marki fagnað í síðasta leik Íslands.
Marki fagnað í síðasta leik Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðasti útileikur gegn Þýskalandi var í Bochum en liðið á ekki einn sérstakan heimavöll og flakkar því á milli.
Síðasti útileikur gegn Þýskalandi var í Bochum en liðið á ekki einn sérstakan heimavöll og flakkar því á milli.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ísland mætir Þýskalandi í Aachen klukkan 16:10 í dag. Um er að ræða annan leik Íslands í undankeppni EM 2025 en keppnin byrjaði frábærlega, með 3-0 sigri gegn Póllandi síðasta föstudag.

Íslenska liðið æfði á keppnisvellinum, Nýja Tivoli í Aachen, í gærmorgun. Borgin er á landamærum Þýskalands og Hollands, en stelpurnar dvelja á flottu hóteli hinum megin við landamærin.

Völlurinn var ekki í sérlega góðu standi þegar stelpurnar æfðu á honum í gær.

„Aðstaðan er flott en völlurinn er mjög slakur. Það kom mér á óvart. Grasið er lélegt. Maður hefði búist við því að þær myndu velja völl með allt upp á tíu. Svona er þetta bara," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, í viðtali í gær.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, tók undir það.

„Grasið er ekkert sérstakt, en leikvangurinn er flottur að mörgu leyti. Grasið var ekkert sérstakt."

Alemannia Aachen spilar heimaleiki sína á Nýja Tivoli og er félagið sem stendur í langefsta sæti í sinni svæðisdeild í fjórðu efstu deild. Það hefur gengið vel í ár og borgarbúar sjá fram á að sjá liðið sitt í C-deild á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner