Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 09. október 2018 18:15
Arnar Helgi Magnússon
Þórhallur heldur áfram með HK/Víking
Mynd: HK/Víkingur
Gengið var frá því nú í dag að Þórhallur Víkingsson sem stýrði HK/Víking í Pepsideildini í sumar mun halda áfram með liðið á næstu leiktíð. Honum til aðstoðar verður Lidija Stojkanovic.

HK/Víkingur var nýliði í deildinni í sumar og liðið hélt sér nokkuð örugglega uppi. Þórhallur tók við liðinu fyrir tímabilið en hann hafði áður þjálfarð yngri flokka HK/Víkings.

Lidija lék á sínum tíma með landsliði Serbíu en hún hefur einnig verið með puttana í þjálfaramálum hjá HK/Víking. Lidija hefur meðal annars verið aðstoðarþjálfari Serbneska kvennalandsliðsins.

Lið HK/Víkings var blanda af ungum heimastúlkum og góðum erlendum leikmönnum. Stefnan er að halda áfram á sömu braut.

Þórhallur og Lidija fá það verkefni að gera liðið að stöðugu Pepsideildar liði.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner