Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mið 10. mars 2021 08:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Binni Willums: Hefði alltaf verið erfitt að fara frá Breiðabliki
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Ég get ekki sagt það. En ég mun hins vegar sakna þessa að kíkja í stólinn hjá geitinni, Benna Októ."

Brynjólfur Andersen Willumsson skrifaði undir rúmlega þriggja ára samning við norska félagið Kristiansund. Hann yfirgefur því uppeldisfélag sitt, Breiðablik, og greiðir Kristiansund metfé fyrir hann.

Fótbolti.net hafði samband við Binna í gær og spurði hann út í félagaskiptin.

Hvernig er tilfinningin að vera orðinn leikmaður Kristiansund?

„Tilfinningin er bara mjög góð," sagði Brynjólfur.

Hvenær heyrðiru fyrst af áhuga félagsins?

„Ég man ekki alveg hvenær hann kom fyrst upp en það er eitthvað síðan."

Var erfitt að taka þá ákvörðun að fara frá Breiðabliki núna?

„Ég held að það hefði alltaf orðið erfitt, sama hvenær það hefði gerst. Ég hef verið í Breiðabliki alla mína ævi og mun sakna strákanna í klefanum og allra í kringum félagið. Ég tel þetta vera rétta skrefið á réttum tímapunkti."

Norska deildin er klárlega stærra svið, en teluru þig vera að fara í betra lið en Breiðablik er með í dag?

„Já, norska deildin er stærra svið og ég tel þetta vera rökrétt skref á mínum ferli. Blikarnir eru auðvitað með frábært lið."

Líturu á þetta sem mögulegan stökkpall fyrir eitthvað stærra, næsta skref?

„Ég er eingöngu með einbeitinguna á að standa mig vel hjá KBK og hjálpa liðinu að vinna leiki. Auk þess vil ég bæta mig sem leikmann."

Hvöttu þjálfararnir, Óskar Hrafn og Halldór, þig til að fara?

„Þeir hafa hjálpað mér mjög mikið í því að þróa og bæta minn leik og hafa undirbúið mig vel til þess að vera klár í að taka næsta skref."

Þú ert fenginn til að fylla að einhverju leyti í skarð Pellegrino, 25 marka manns, finnuru fyrir pressu að verða koma að mörkum?

„Það er alltaf einhver pressa allstaðar. En eins og ég segi þá er ég bara með hausinn við það að leggja mig allan fram, halda áfram að bæta mig og gera allt til þess að hjálpa liðinu."

Mega stuðningsmenn Kristiansund eiga von á skemmtilegum hárgreiðslum í sumar?

„Ég get ekki sagt það. En ég mun hins vegar sakna þessa að kíkja í stólinn hjá geitinni, Benna Októ."

Getur Breiðablik orðið Íslandsmeistari án þess að vera með þig í liðinu?

„Já, klárlega. Blikarnir eru með geggjað lið og það kemur bara maður í manns stað í Blika liðinu. Í Breiðabliki eru fullt af góðum leikmönnum og þjálfurum og ég hef bullandi trú á þeim."

Skiptir það þig einhverju máli að Kristiansund sé að borga metfé fyrir þig?

„Nei nei," sagði Binni.

Brynjólfur var að lokum spurður hvort að ástæðan fyrir því að hann færi ekki strax út væri vegna U21 landsliðsins og verkefni þess seinna í mánuðinum. Binni svaraði þeirri spurningu játandi.

Sjá einnig:
Brynjólfur: Svo er það bara 'god’s plan' hvað gerist (3. mars)
Athugasemdir
banner
banner
banner