Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
banner
   þri 10. júlí 2018 22:33
Mist Rúnarsdóttir
Steini Halldórs: Fáum ekkert fyrir að vera efst eftir fyrri umferð
Steini stýrði Blikum til sigurs í kvöld
Steini stýrði Blikum til sigurs í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var virkilega sterkur sigur. Valsliðið er náttúrulega eitt af bestu liðunum en við erum það líka,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, eftir mikilvægan 1-0 sigur á Val. Steini var eðlilega alsæll með sigurinn og sagðist hafa einbeitt sér að sínu liði í undirbúningi fyrir leikinn frekar en að velta Valsliðinu fyrir sér.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

„Ég er svosem ekkert þannig í neinum svakalegum pælingum í kringum þetta. Við einbeitum okkur meira að okkur sjálfum. Hvernig við viljum nálgast leikinn og bæta okkar leik. Mér fannst við gera það virkilega vel í dag.“

„Við vorum öguð og skipulögð og opnuðum okkur ekki. Þær fengu eitt færi í fyrri hálfleik og það var smá skjálfti í okkur í byrjun en mér fannst við nálgast verkefnið vel. Við vorum að spila leikinn heilt yfir bara virkilega vel. Sköpum okkur nokkur mjög góð færi, dauðafæri. Þær fengu svo eitt dauðafæri undir lokin þegar leikmaður hjá mér rennur en voru annars ekkert að skapa. Mér fannst við bara spila leikinn vel og ég er mjög ánægður með þennan leik.“


Nú þegar deildin er hálfnuð eru Blikar á toppnum. Steini er ánægður með þann árangur en segir ótímabært að fagna nokkru fyrr en í haust.

„Maður kvartar aldrei yfir því að hafa unnið 8 leiki af 9. Við erum bara sátt við okkar leik í dag og um það snýst þetta. Lifa í núinu, horfa á næsta verkefni. Þetta heldur bara áfram. Við fáum ekkert fyrir að vera efst eftir fyrri umferð og við getum ekki fagnað einu eða neinu gagnvart því en við fögnum hverjum sigri og það er það sem við höldum áfram að gera.“

Nánar er rætt við Steina í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner