Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mán 11. mars 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gleymdu að gera ráð fyrir hornspyrnum á velli Tottenham
Mynd: The Sun
Mynd: Getty Images
Enn er beðið eftir að nýr leikvangur Tottenham verði afhjúpaður en ýmis vandamál hafa sprottið upp síðan hafið var byggingu á þessum glæsilega hátæknileikvangi.

Kostnaðurinn við byggingu leikvangarins er þegar orðinn rúmlega tvöfalt hærri en gert var ráð fyrir í byrjun, þegar hann átti að kosta 400 milljónir punda. Upphæðin er nú talin nálgast 1 milljarð.

Leikvangurinn átti að vera tilbúinn fyrir upphaf tímabilsins en hann er enn ókláraður þar sem eftir á að fara yfir ákveðin smáatriði. Eitt af þessum atriðum tengist plássleysi í kringum hornfána, sem myndi gera mönnum á borð við Kieran Trippier og Christian Eriksen erfitt fyrir að taka hornspyrnur.

Völlurinn hallar mikið niður þegar stigið er einn meter út fyrir hliðarlínuna og datt engum í hug að hækka völlinn fyrir aftan hornfánana svo leikmenn gætu tekið tilhlaup fyrir spyrnu. Aðrir leikvangar á Englandi hafa í það minnsta tvöfalt meira pláss í kringum hornfána.

Fyrsti keppnisleikurinn á nýja leikvanginum á að fara fram fyrstu vikuna í apríl en þar áður verða spilaðir tilraunaleikir til að ganga úr skugga um að allt sé í standi. 30 þúsund miðar verða í boði á U18 leik gegn Southampton 24. mars og 45 þúsund miðar fyrir 'goðsagnaleik' 30. mars.

Völlurinn tekur 62 þúsund manns í sæti og verður meðal þróuðustu leikvanga heims þegar kemur að tækni.

Tottenham hefur verið að spila heimaleiki sína á Wembley hingað til og hefur gengið þokkalega. Liðið er í þriðja sæti ensku deildarinnar og í 8-liða úrslitum í Meistaradeild.

„Eins og er við að búast þá hafa allar hliðar verið kannaðar og þetta verður ekki vandamál," sagði talsmaður Tottenham í gærkvöldi.
Athugasemdir
banner
banner
banner