Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   þri 12. mars 2019 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Besiktas hraunar yfir Karius: Það er eitthvað að honum
Loris Karius er í basli
Loris Karius er í basli
Mynd: Getty Images
Senol Gunes, þjálfari Besiktas í Tyrklandi, er ekki sáttur við frammistöðu Loris Karius á þessu tímabili en hann er á láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool.

Karius var keyptur í markið hjá Liverpool árið 2016 og átti hann að berjast við Simon Mignolet um stöðuna. Honum tókst aldrei að sannfæra Jürgen Klopp um að hann væri markvörður númer eitt.

Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili var sennilega versti leikur Karius frá upphafi. Hann gaf fyrsta markið er Karim Benzema skoraði og þá varði hann skot Gareth Bale í netið. Hann fékk þá höfuðhögg í leiknum en frammistaða hans eftir úrslitaleikinn hefur verið ævintýranleg.

Hann hefur spilað afar illa með Besiktas á tímabilinu en Senol Gunes getur ekki sett hann á bekkinn þar sem varamarkvörður liðsins er meiddur.

„Mörkin sem Karius fékk á sig voru honum að kenna og hann veit það. Hann hefur staðnað og það vantar allan kraft í hann. Það er eins og það vanti líka allan metnað í hann," sagði Senol Gunes.

„Þetta hefur verið svona frá því hann kom og honum líður ekki eins og hann sé partur af liðinu. Okkur hefur ekki tekist að vinna í þessu og það er að hluta til mér að kenna."

„Það er eitthvað að honum en hann hefur líka verið óheppinn. Þetta hefur bara ekki verið að ganga upp. Ef Tolga væri meiðslalaus þá myndi ég spila honum,"
sagði hann í lokin.



Athugasemdir
banner
banner
banner