Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 13. ágúst 2018 09:00
Elvar Geir Magnússon
Barcelona sættir sig við að fá ekki Pogba í þessum glugga
Powerade
Barcelona mun áfram vinna í því að fá Pogba.
Barcelona mun áfram vinna í því að fá Pogba.
Mynd: Getty Images
David Luiz á framtíð hjá Chelsea.
David Luiz á framtíð hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Joao Mario til Real Betis.
Joao Mario til Real Betis.
Mynd: Getty Images
Þó enska glugganum hafi verið lokað þá er evrópski glugginn enn opinn til mánaðamóta. Pogba, Karius, Rabiot, Mario, Rojo, Denayer og fleiri í slúðurpakka dagsins sem BBC tók saman.

Barcelona mun halda áfram að vinna í því eftir að sumarglugganum verður lokað í Evrópu að reyna að fá Paul Pogba (25) frá Manchester United. Spænska félagið hefur sætt sig við það að ómögulegt er að fá franska landsliðsmanninn í þessum glugga. (Telegraph)

Besiktas í Tyrklandi hefur áhuga á að fá Loris Karius (25), markvörð Liverpool, lánaðan út tímabilið. (Sun)

Raheem Sterling hefur enn ekki samþykkt framlengingu á samningi sínum við Manchester City. Pep Guardiola segir að félagið sé í skýjunum með hann og vilji að hann verði áfram. (Telegraph)

Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, segir að miðvörðurinn David Luiz (31) eigi bjarta framtíð hjá félaginu. Brasilíumaðurinn átti í vandræðum með spiltíma undir Antonio Conte á síðasta tímabili. (Mirror)

Sarri segir að hann sjái eftir því að hafa ekki keypt Gonzalo Higuain (30) til Chelsea en þessi þrítugi argentínski sóknarmaður segist hafa farið til AC Milan frá Juventus því að hjá Chelsea „hafi bara Sarri viljað sig" en hjá Milan „hafi allir viljað sig". (Star)

Dele Alli, sóknarmiðjumaður Tottenham, segir að það sem gerist bak við tjöldin hjá félaginu hafi engin áhrif á leikmennina. Tottenham keypti engan leikmann í sumarglugganum. (Mail)

Jason Denayer (23), miðvörður Manchester City, hefur neitað að fara á láni en belgíski varnarmaðurinn vill ganga í raðir Galatasaray í Tyrklandi. (Star)

Cristiano Ronaldo hefur sagt Juventus að reyna að fá Sergej Milinkovic-Savic (23) frá Lazio. Serbinn hefur einnig verið orðaður við Manchester United og Chelsea. (Star)

Adrien Rabiot (23), miðjumaður Paris St-Germainm hefur hafnað nýjum samningi við Frakklandsmeistarana. Núgildandi samningur rennur út eftir tímabilið. (L'Equipe)

Þýski varnarmaðurinn Thilo Kehrer (21) hjá Schalke virðist á leið til Paris St-Germain eftir að 33 milljóna punda tilboð var samþykkt. (Guardian)

Real Betis gæti gert tilboð í Joao Mario (25) hjá Inter. Portúgalski miðjumaðurinn spilaði 14 leiki á lánssamningi hjá West Ham á síðasta tímabili. Þá spilaði hann á HM. (Mundo Deportivo)

Vængmaðurinn Keita Balde Diao (23) er staddur á æfingasvæði Inter en hann er á leið til ítalska félagsins frá Mónakó í Frakklandi. (Football Italia)

Franski miðjumaðurinn Abdoulaye Doucoure (25) hjá Watford segir að hann gæti yfirgefið félagið í framtíðinni. (Watford Observer)

Manchester United er í viðræðum við Fenerbahce sem hefur áhuga á að fá argentínska varnarmanninn Marcos Rojo (28). (Mirror)

Aston Villa gæti leyst skoska framherjann Ross McCormack (31) og enska varnarmanninn Micah Richards (30) undan samningum sínum við Aston Villa í Championship-deildinni. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner