Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 14. mars 2019 17:15
Arnar Daði Arnarsson
Landsliðsmaður Trinidad & Tobago í Hauka (Staðfest)
Sean Da Silva.
Sean Da Silva.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Haukar boðuðu til fréttamannafundar í dag þar sem tveir nýir leikmenn skrifuðu undir samning við félagið.

Haukar leika í Inkasso-deildinni næsta sumar. Um er að ræða þá Sean Da Silva 29 ára gamlan landsliðsmann frá Trinidad & Tobago og hinn tvítuga Frans Sigurðsson sem kemur á láni frá ÍBV.

De Silva hefur verið í undirbúningi með landsliði sínu fyrir leik gegn Wales síðar í mánuðinum. Hann er sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur spilað með Minnisota United og nú síðast hjá Central FC í Kaliforníu.

Frans lék með Haukum síðara hluta síðasta tímabils á láni frá ÍBV er hann aftur lánaður í Hauka frá ÍBV fyrir næsta tímabil. Hann lék 10 leiki með Haukum síðasta sumar og skoraði þar eitt mark. Hann er uppalinn í Vestmannaeyjum.

Viðtal við Kristján Ómar Björnsson þjálfara Hauka birtist á Fótbolta.net innan skamms.
Athugasemdir
banner
banner