Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fim 14. mars 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dortmund ætlar sér að halda Sancho
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: EPA
Borussia Dortmund mun reyna að halda Jadon Sancho hjá félaginu á næsta tímabili. Breska ríkisútvarpið segir frá þessu í dag.

Sancho hefur verið að finna taktinn eftir erfiða byrjun með Dortmund og skoraði hann í gær þegar liðið komst áfram í átta-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Bild sagði frá því á dögunum að Sancho ætlaði sér ekki að snúa aftur til Manchester United eftir lánsdvölina hjá Dortmund, allavega ekki á meðan Erik ten Hag er áfram stjóri United. Samband þeirra er ekki gott.

Núna er svo sagt frá því að Dortmund ætli sér að halda Sancho og ætlar þýska félagið að skoða leiðir til þess að það verði að möguleika.

Samningur Sancho við Man Utd rennur út sumarið 2026.
Athugasemdir
banner
banner
banner