Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 16. febrúar 2018 19:07
Ívan Guðjón Baldursson
Fjórir leikmenn West Brom komu sér í vandræði á Spáni
Mynd: Getty Images
West Bromwich Albion er í vikulangri æfingaferð í Barcelona á meðan enska úrvalsdeildin fer í pásu fyrir 16-liða úrslit enska bikarsins.

Fjölmiðlar eru búnir að komast að því að fjórir leikmenn West Brom eru í vandræðum fyrir að stelast út á miðvikudagskvöldið.

Hópurinn snæddi saman á miðvikudaginn og horfði svo á Meistaradeildina. Eftir leikina stálust félagarnir út og er Alan Pardew, stjóri WBA, allt annað en sáttur.

„Þetta er ekki ásættanlegt. Við erum hérna til að undirbúa okkur fyrir afar mikilvæga mánuði og svona glens er ekki vel séð. Þeir ollu mér vonbrigðum," sagði Pardew við fjölmiðla í dag.

„Félagið er að rannsaka málið. Eina sem ég get sagt er að reglurnar eru einfaldar, leikmenn verða að koma til baka fyrir miðnætti."
Athugasemdir
banner
banner
banner