Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 16. maí 2020 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Xavi telur Mane og Aubameyang ekki henta Barcelona
Xavi spilaði 767 keppnisleiki á sextán árum hjá Barcelona.
Xavi spilaði 767 keppnisleiki á sextán árum hjá Barcelona.
Mynd: Getty Images
Sadio Mane og Pierre-Emerick Aubameyang hafa verið orðaðir við Barcelona að undanförnu. Xavi Hernandez, fyrrum leikmaður liðsins og núverandi þjálfari Al Sadd, telur þá ekki henta fyrir leikstíl liðsins.

Xavi hafnaði risatilboði frá Barca í janúar og er talinn afar líklegur til að taka við keflinu við stjórnvöl félagsins, hvort sem það gerist fyrr eða síðar.

„Mane og Aubameyang eru leikmenn sem geta drepið þig þegar þeir eru með mikið pláss fyrir framan sig. Barcelona þarf leikmenn sem eru góðir í smærri plássum. Ég er að hugsa um þannig leikmenn en það er ekki auðvelt að finna þá. Samuel Eto'o var fullkominn á sínum tíma eins og Luis Suarez er fullkominn núna," sagði Xavi, sem hefur miklar mætur á Neymar.

„Neymar er meðal þriggja eða fimm bestu leikmanna heims í dag og ég vona að hann komi aftur til Barcelona. Hann gæti gert gæfumuninn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner