Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Árni Freyr: Mér fannst við miklu betri
Kyle McLagan: Færð nýja sýn á fótbolta eftir heilt ár frá
Chris Brazell: Allir geta unnið alla
Jökull: Hlustum sem minnst á umræðuna
Brynjar Björn: Svekkjandi að ná ekki að halda út
Haraldur: Seinni hálfleikurinn var okkar eign
Rúnar: Vildum ekki vera í þessum Hawaii fótbolta
Gummi Kri: Náðu að henda sér helvíti mikið á skotin okkar á síðustu stundu
Aukaæfingin að skila sér hjá Dóra: Við þrír erum bestu vinir
Úlfur: Búnir að laga það sem við þurftum að laga frá því í fyrra
„Trúi ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur"
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
   lau 17. nóvember 2018 15:00
Arnar Helgi Magnússon
Óli Kristjáns: Viljum framherja sem skorar 10+ mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann FH í Bosemótinu fyrr í dag. Lokatölur urðu 2-1 en leikið var í Fífunni. Arnþór Ari og Aron Bjarnason skoruðu mörk Blika en Pétur Hrafn Friðriksson mark FH.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH var léttur þegar Fótbolti.net náði tali af honum eftir leikinn.

Vorbragur? Já fínt að fá leik. Gústi á heiður skilið fyrir að hafa komið þessu móti upp. Við sýnum mótshöldurum að sjálfsögðu gestrisni, þetta er hans mót," sagði Óli léttur.

„Að öllu gamni slepptu þá var bara fínt að koma og spila. Við erum búnir að æfa í viku. Maður sér að það er svolítið þungt á mönnum rassgatið, við rúlluðum liðinu svolítið."

Óli segir að fyrsta undirbúningsvikan hafi verið fín.

„Hún hefur bara verið hefðbundinn, við erum að koma mönnum af stað. Við höfum verið aðeins að sleikja sárin og liggja á meltunni. Þetta er svona undirbúningur fyrir undirbúningstímabilið. Við erum að vinna í styrk og þessum grunnatriðum svo menn verði klárir þegar við byrjum í janúar."

Albert Hafsteinsson leikmaður ÍA spilaði með FH í dag og segist Óli vera að skoða þann möguleika að fá hann til félagsins. Nánar má lesa um það hér.

Nýjustu leikmenn FH, Brynjar Ásgeir og Guðmann Þórisson spiluðu báðir í dag og er Ólafur sáttur með þeirra framlag.

„Það voru meiri læti í Guðmanni þegar hann var kominn á hliðarlínuna. Hann er bara topp karakter og frábær fótboltamaður. Hann var lengi frá í sumar vegna rifbeinsbrots, hann segist sjálfur vera aðeins of þungur. Hann er á diet prógrammi og eitthvað."

„Brynjar og Guðmann eru svona gæjar sem gefa gríðarlega mikið af sér."

Atli Guðnason skrifaði undir nýjan samning við FH í gær og segir Ólafur hafa lagt áherslu á að halda honum.

„Já, Atli er leikmaður sem er unun að vinna með. Hann er ekki nema 34 ára og á nóg eftir."

Ólafur segir að það séu mikið um þreifingar á leikmannamarkaðnum.

„Já það eru fullt af þreifingum í gangi. Við erum bara að skoða leikmannahópinn og finna réttu bitana sem okkur vantar. Við ætlum að vera með góðan hóp næsta sumar."

„Við erum að skoða framherja og miðjumann, það er svona það aðallega sem við erum að skoða. Við viljum vera með framherja sem getur potað 10+ mörkum inn."

Viðtalið við Óla má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner