Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 20. apríl 2022 17:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kallar eftir því að Glazer fjölskyldan selji - „Það er eitthvað rotið hjá félaginu"
Annar var sáttari en hinn eftir leikinn í gær.
Annar var sáttari en hinn eftir leikinn í gær.
Mynd: Getty Images
Neville og Carragher spiluðu oft á móti hvor öðrum
Neville og Carragher spiluðu oft á móti hvor öðrum
Mynd: Getty Images
Staðan er ekki þannig í dag
Staðan er ekki þannig í dag
Mynd: Getty Images
Gary Neville hlaðvarpið var á dagskrá á Sky Sports í gær eins og eftir alla leiki sem Neville lýsir á Sky Sports. Leikur gærkvöldsins var viðureign Liverpool og Manchester United sem Liverpool vann virkilega sannfærandi 4-0. Neville er fyrrum leikmaður Manchester United og Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, var gestur með Neville í þættinum.

Sjá einnig:
Spilaði aðeins nokkrar mínútur í niðurlægingunni en fær mikið lof
Neville miður sín - „Hef aldrei séð þetta svona slæmt"
Síðasti leikur Pogba? - Aftur var baulað á hann

Neville tók sér tíma í þættinum til að ræða um eigendur Manchester United - Glazer fjölskylduna. Neville hefur áður látið í sér heyra vegna eignarhaldsins á félaginu. Eigendurnir hafa verið duglegir að taka góðar summur úr rekstri félagi og setja í eigin vasa.

Neville viðurkenndi að leikmenn og stjórarnir undanfarin ár eiga svo sannarlega skilið gagnrýni en slæma gengið síðasta áratuginn sé merki þess að Glazer fjölskyldan eigi að koma sér burt frá Old Trafford og selja félagið.

Neville kom inn á þá staðreynd að fjölskyldan keypti félagið árið 2005 og félaginu gekk vel fyrstu árin - á meðan Sir Alex Ferguson var stjóri. Frá því að Ferguson hætti þá hefur gengið verið fyrir neðan væntingar en eigendurnir hafa ekki hjálpað félaginu í mótlætinu.

Hættið að taka pening út úr félaginu
„Það væri auðvelt að láta leikmenn heyra það og ég hef gert nóg af því. Þeir eiga að axla ábyrgð á sini frammistöðu. Stundum geturu bent á stjórana sem United hefur haft á þessu tímabili en það verður að horfa ofar í keðjuna - þú sér endurtekin mistök síðustu tíu árin."

„Glazer fjölskyldan tekur háar fjárhæðir út úr félaginu. Það eru ekki góðir viðskiptahættir, þegar fyrirtækinu þínu gengur illa, að hafa tekið háar fjárhæðir út úr félaginu síðustu þrjú árin. Fjármagnið hefur verið takmarkað út af Covid en Glazer fjölskyldan hefur haldið áfram að taka pening út úr félaginu."

„Já, mögulega þegar félagið er ríkt, er að ganga vel, á hundruðir milljóna í bankanum og allir styrktaraðilarnir að borga háar upphæðir, það er ekki Covid og leikvangurinn er í topp standi - þá gætiru sagt að það sé í lagi að eigendurnir greiði sér arð. Staðan er ekki þannig í dag."

„Sýniði virðingu og ekki taka pening út úr fyrirtæki sem er ekki að standa sig þar sem það á að vera standa sig. Það þarf hundruði milljóna í að lagfæra leikvanginn, endurnýja æfingasvæðið og það þarf að styrkja liðið. Það þarf háar fjárhæðir í að finna stjóra sem getur keppt við Jurgen Klopp, Pep Guardiola og Thomas Tucehl. Þú getur ekki verið að taka pening út úr félaginu. Þessir eigendur gera það og þess vegna þurfa þeir að fara."

„Ég er kapítalisti, frumkvöðull og er með eigin rekstur. Ég skil pælinguna á bakvið útlán, að fá pening lánaðan og að taka pening út úr fótboltafélagi. En það geriru ekki þegar fyrirtækið þitt er á hnjánum."

„Kúltúrinn er búinn til á toppnum og fer svo niður keðjuna. Það er eitthvað rotið hjá félaginu. Þetta hafa verið tíu ár af slæmum ákvörðunum og endalausum mistökum. Það hefur verið fjárfest í leikmönnum, ég skal gefa þeim það, en ekki með þeirra eigin peningum,"
sagði Neville.

Jafnvel lélegustu Liverpool liðin sukku ekki svona djúpt
Jamie Carragher ræddi þá um slæmu árin hjá Liverpool þegar lið United var á toppnum undir stjórn Sir Alex Ferguson.

„Mig grunaði að þessi leikur gæti farið 4-0 miðað við hvar United er þessa stundina. Þegar ég var að spila gegn United þá voru þeir á topnum. Þeir voru með stjóra, leikmannahóp og allt klárt til að vera á toppnum og við reyndum að hanga í þeim. En mér fannst við aldrei sökkva jafn djúpt og raunin er með United liðið í dag."

„Við töpuðum einu sinni 4-0 á Old Trafford en þá vorum við manni færri frá fyrstu mínútu. United var oft betri en við en við vorum samt alltaf með eitthvað með okkur, persónuleika og karakter. Við unnum bikarara þrátt fyrir að vera í erfiðri stöðu og án þess að vera með eitt af toppliðunum."

„Ég get ekki ímyndað mé Manchester United í dag gera einhverja merkilega hluti eins og að koma til baka í Istanbúl eða vinna enska bikarinn þegar það virtist útséð að það tækist. Okkur í Liverpool fannst við alltaf hafa eitthvað með okkur og börðumst til loka allra leikja."

„Þetta Manchester United lið er hræðilegt en þetta er samt eitt dýrasta lið sem hefur verið sett saman í sögu fótboltans. Ef þú, Neville, værir að spila þá myndiruy ekki leyfa þessu að gerast. Ég myndi ekki leyfa þessu að gerast,"
sagði Carragher. Umræðuna má nálgast hér að neðan.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 34 16 6 12 51 50 +1 54
7 Newcastle 34 15 6 13 70 55 +15 51
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Wolves 35 13 7 15 48 54 -6 46
11 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
12 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
13 Fulham 35 12 7 16 50 54 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 44 56 -12 40
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 35 6 7 22 47 77 -30 25
19 Burnley 35 5 9 21 37 69 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 8 24 34 93 -59 17
Athugasemdir
banner
banner