Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   þri 19. apríl 2022 19:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Síðasti leikur Pogba? - Aftur var baulað á hann
Pogba stoppaði stutt.
Pogba stoppaði stutt.
Mynd: EPA
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, byrjaði gegn Liverpool en hann er farinn af velli vegna meiðsla.

Mögulega var hann að spila sinn síðasta leik fyrir félagið.

„Þetta gæti verið síðasti leikur Pogba í Manchester United búningi, ef hann verður frá vegna þessara meiðsla í nokkrar vikur," sagði Gary Neville í lýsingu Sky Sports.

Pogba er að verða samningslaus og eru miklar líkur á því að hann sé á förum. Hann hefur virkað mjög áhugalaus í leikjum United upp á síðkastið.

Ákveðinn hópur af stuðningsfólki Man Utd er orðið mjög þreytt á honum. Það var baulað á hann þegar hann fór af velli gegn Norwich um síðustu helgi og gerðist það aftur í kvöld. Sumir stuðningsmenn Man Utd notuðu miðfingurinn til að lýsa yfir óánægju með hann á Anfield.

Pogba var keyptur til Man Utd fyrir stóra upphæð frá Juventus fyrir sex árum, en það er óhætt að segja að hann hafi ekki staðist væntingar - langt því frá. Hann og umboðsmaður hans hafa oft talað um að yfirgefa félagið og núna er það loksins að verða að veruleika.


Athugasemdir
banner
banner