Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   lau 21. apríl 2018 13:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Hegazi kýldi Ings en slapp hjá dómaranum
Ahmed Hegazi.
Ahmed Hegazi.
Mynd: Getty Images
Ahmed Hegazi, varnarmaður West Brom, slapp með skrekkinn í 2-2 jafnteflinu gegn Liverpool í hádeginu.

Eftir rétt rúmar 10 mínútur í seinni hálfleiknum lenti Hegazi saman við Danny Ings, sóknarmann Liverpool. Er Hegazi stóð upp sló hann til Ings sem lá á jörðinni.

Ings var brjálaður með þetta og kallaði eftir því að Stuart Atwell, dómari, vísaði honum af velli. Atwell sá þetta hins vegar ekki og slapp Hegazi því með skrekkinn.

Einnig var kallað eftir rauðu spjaldi á samfélagsmiðlum.

Enska knattspyrnusambandið mun líklega skoða þetta, þó þetta hafi ekki verið þyngsta högg sem sést hefur. Í síðustu viku framdi Marcos Alonso, bakvörður Chelsea, ljótt brot sem dómarinn missti af. Enska knattspyrnusambandið fór hins vegar yfir atvikið og var Alonso í kjölfarið dæmdur í þriggja leikja bann.

Smelltu hér til að sjá myndband af atvikinu.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner