Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 22. mars 2019 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Beardsley ákærður af knattspyrnusambandinu
Mynd: Getty Images
Peter Beardsley var rekinn frá Newcastle fyrr í mánuðinum vegna ásakana um kynþáttafordóma og eineltis í starfi. Enska knattspyrnusambandið hefur í kjölfarið ákveðið að gefa út ákæru og hefur Beardsley þrjár vikur til að svara henni.

Mikill fjöldi kvartana barst félaginu vegna hegðunar Beardsley, sem skoraði vel yfir 100 mörk fyrir Newcastle á tíma sínum sem leikmaður. Beardsley hafði verið þjálfari varaliðs Newcastle í tíu ár þegar hann var rekinn.

„Herra Beardsley er ásakaður um að hafa notað ofbeldisfull og móðgandi orð í garð leikmanna U23 liðs Newcastle United FC sem þjálfari þeirra. Það brýtur í bága við FA reglu E3(1)," segir í yfirlýsingu frá enska knattspyrnusambandinu.

„Á hann eru einnig bornar ásakanir um brot á FA reglu E3(2) er varðar kynþáttafordóma."
Athugasemdir
banner
banner
banner