Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 23. maí 2019 09:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Wright-Phillips: Sterling er frábær fyrirmynd
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling átti frábært tímabil með Manchester City þegar liðið varð Englandsmeistari annað árið í röð núna í maí, Sterling skoraði 17 mörk og lagði upp tíu í 34 deildarleikjum.

Shaun Wright-Phillips fyrrum leikmaður Manchester City hrósar Sterling og segir að hann sé frábær fyrirmynd fyrir krakka.

„Ég verð að segja að ég hef verið mjög hrifinn af því sem Sterling hefur verið að gera bæði innan vallar og utan vallar, hann hefur sýnt að hann er frábær fyrirmynd fyrir unga knattspyrnuiðkendur."

„Fólk gleymir því stundum hversu ungur Sterling er, hann er ennþá barn í fótboltaheiminum. Miðað við aldurinn ætti hann að vera læra núna en allt sem hann gerir er eins og hjá reynslumiklum leikmanni, hann kemur vel fram og gerir allt mjög vel, jafnvel betur en margir eldri leikmenn gera. Hann hefur verið að gera mjög flotta hluti," sagði Shaun Wright-Phillips.

Sterling sem er 24 ára hefur leikið með Manchester City frá árinu 2015.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner