Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 24. mars 2019 15:51
Elvar Geir Magnússon
Lagerback saknar íslenskra fjölmiðla
Lagerback lætur norska fjölmiðla heyra það.
Lagerback lætur norska fjölmiðla heyra það.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, þjálfari Noregs, las yfir norskum fjölmiðlamönnum í dag. Hann telur að landsliðsmenn hafi fengið ósanngjarna umfjöllun í fjölmiðlum eftir 2-1 tap gegn Spáni í gær.

Varnarmaðurinn Hav­ard Nor­d­tveit fékk sérstaklega harða gagnrýni eftir leikinn. Lagerback segist ekki leggja það í vana sinn að lesa fjölmiðlaumfjöllun en eftir spurningarnar sem hann fékk eftir tapið hafi hann ákveðið að lesa skrifin.

„Hluti af mínu starfi er að sjá til þess að neikvæð umfjöllun hafi ekki áhrif á mína leikmenn. Ómeðvitað geta svona skrif haft áhrif," segir Lagerback.

„Það er mitt að fá þá til að skilja að fótbolti er meira en einstaklingsmistök."

„Ísland er einstakt þegar kemur að umfjöllun. Ég hef kynnst svipuðum vinnubrögðum og eru í Noregi hjá Svíþjóð og í Nígeríu. Á Íslandi eru fjölmiðlamenn að einbeita sér að fótboltanum og að reyna að skilja okkar sjónarhorn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner