Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 24. apríl 2021 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeildina: 10. sæti
10. sæti: Selfoss
Lengjudeildin
Selfoss er spáð tíunda sæti.
Selfoss er spáð tíunda sæti.
Mynd: Hulda Margrét
Dean Martin er þjálfari Selfyssinga.
Dean Martin er þjálfari Selfyssinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrvoje Tokic er magnaður markaskorari.
Hrvoje Tokic er magnaður markaskorari.
Mynd: Hulda Margrét
Stefán Þór grípur inn í.
Stefán Þór grípur inn í.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Munu Selfyssingar halda sér uppi?
Munu Selfyssingar halda sér uppi?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. Selfoss, 63 stig
11. Þróttur R, 55 stig
12. Víkingur Ó, 43 stig

10. Selfoss
Selfyssingar eru komnir aftur upp í Lengjudeildina eftir tveggja ára veru í 2. deild. Selfoss var einu stigi frá því að komast upp 2019 og í fyrra var liðið í öðru sæti þegar mótið var blásið af. Selfoss komst upp í annað sæti í lokaumferðinni þar sem þeir unnu gegn ÍR á meðan Þróttur Vogum gerði jafntefli við KF. Það var tæpt en þeir komust upp og verða í Lengjudeildinni í sumar.

Þjálfarinn Englendingurinn Dean Martin er búinn að vera á Íslandi í meira en 20 ár og hefur verið á Selfossi frá 2018. Hann er virkilega fær þjálfari og hann er þekktur fyrir það að láta leikmenn sína æfa mjög vel. Dean var aðstoðarþjálfari kvennalandsliðs Kína áður en hann tók við Selfossi en þar áður þjálfaði hann í hæfileikamótun KSÍ, og meðal annars hjá HK, ÍBV og Breiðablik.

Álit sérfræðings
Eiður Ben Eiríksson, Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina í ár. Rafn gefur sitt álit á liði Selfoss.

„Það eru spennandi sumar framundan á Selfossi. Dean Martin er óhræddur við að gefa ungum leikmönnum tækifæri en á sama tíma er hann mjög fastheldinn á ákveðna leikmenn. Leikmannahópurinn er ekki stór og spurningin er hvernig hópurinn mun bregðast við ef tímabilið byrjar ekki vel. Með Dean sem þjálfara er það klárt mál að liðið er í góðu líkamlegu standi eftir langt og sérstakt undirbúningstímabil. Það er eitthvað sem mun auka líkurnar á góðum úrslitum í upphafi móts. Liðið hefur verið að spila ágætlega á undirbúningstímabilinu og náð nokkrum góðum úrslitum. Selfoss spilaði ágætlega í dag í bikarnum gegn Kórdrengjum en skrautlegt sjálfsmark skildi liðin að."

„Frá síðasta tímabili hafa orðið litlar breytingar á leikmannahópi liðsins og kemur liðið því inn í deildina með svipað lið og fóru upp síðasta haust. Styrkleikar liðsins felast í sterkum erlendum leikmönnum í lykilstöðum í bland við unga, spennandi og öfluga heimastráka sem hafa fengið mikilvæga reynslu eftir að liðið féll úr deildinni 2018. Aðstaða til knattspyrnuiðkunar á Selfossi er mjög góð, frábær grasvöllur, nýtt gervigras og nýjasta viðbótin er knatthús sem er að rísa. Knatthúsið mun auka umgjörðina enn frekar og klárlega halda áfram við að byggja knattspyrnuna á Selfossi upp."

„Það verður gaman að sjá Selfoss aftur í deildinni. Dean Martin kom liðinu upp í annarri tilraun eftir að hafa farið með liðinu niður árið 2018 þar sem hann vann aðeins einn leik af níu eftir að hafa tekið við liðinu af Gunna Borgþórs um mitt sumar. Ólíklegt er að það verði breytingar á leikmannahópnum fyrir fyrsta leik og líklegt er að þeir verði með þétt og vel skipulagt lið, sem getur varist vel, barist og skorað."

„Eins og áður sagði er hópurinn ekki stór og má liðið illa við því að erlendu leikmennirnir sem mynda hrygginn í liðinu missi af mörgum leikjum og þá sérstaklega Danijel Majkic og Hrvoje Tokic. Majkic er lykill að spili liðsins og gríðarlega mikilvægur að tengja saman vörn og miðju, og á sama tíma þarf Tokic að vera með vel reimaða markaskó og skora 10+ mörk. Það er mjög mikilvægt fyrir Selfoss að liðið nái stöðugleika í Lengjudeildinni þannig að uppbyggingin haldi áfram í jákvæða átt. Vel skipulagt lið, sterk liðsheild, stöðugleiki og áhugi heimamanna á liðinu eru allt jákvæðar breytur sem auka líkurnar á að liðið verði áfram í deildinni. En lítið má út af bregða þannig að sumarið endi ekki illa."

Lykilmenn: Danijel Majkic, Hrvoje Tokic, og Þorsteinn Daníel Þorsteinsson

Fylgist með: Aron Einarsson og Stefán Þór Ágústsson
Það verður spennandi að sjá Aron Einarsson sem er fæddur árið 2002. Hann spilaði aðeins þrjá deildarleiki í fyrra en hefur verið að koma sterkur inn í liðið í vetur. Strákur sem spilar upp á topp með eða í kringum Tokic, hleypur endalaust, losar mikið svæði og býr til möguleika fyrir Tokic. Einnig verður gaman að sjá hvernig markmaðurinn Stefán Þór Ágústsson sem fæddur er árið 2001 mun koma inn í deildina. Dean Martin setti allt sitt traust á hann árið 2019 þar sem hann átti misjafna leiki en stóð sig mjög vel í fyrra þegar liðið fór upp og var lykilmaður í þeim árangri. Núna þarf hann að sýna að hann getur haldið áfram að þroskast og bæta sig, í sterkari deild þar sem mistökin verða dýrari en síðustu ár.

Komnir:
Atli Rafn Guðbjartsson frá Ægi
Emir Dokara frá Víkingi Ó.
Þorlákur Breki Baxter frá Hetti/Hugin

Farnir:
Jason Van Achteren til Belgíu
Ingi Rafn Ingibergsson í Árborg

Fyrstu leikir Selfoss:
6. maí gegn Vestra á heimavelli
14. maí gegn Kórdrengjum á útivelli
21. maí gegn Þrótti R. á útivelli
Athugasemdir
banner
banner
banner