Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 25. apríl 2018 19:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henderson sendir stuðningsmanninum hjartnæma kveðju
,,Það eina sem skiptir máli er að hann jafni sig"
Henderson í leiknum í gær.
Henderson í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool hefur sent baráttukveðjur á stuðningsmann Liverpool sem er í lífshættu eftir að ráðist var á hann fyrir leik Liverpool og Roma í Meistaradeildinni í gær.

Sjá einnig:
Stuðningsmaður Liverpool í lífshættu eftir líkamsárás

Liverpool vann leikinn í gær 5-2 en Henderson segir að það eina sem skipti máli sé að stuðningsmaðurinn jafni sig.

„Hann kom til að horfa á fótboltaleik og styðja við bakið á okkur, það eina sem skiptir máli er að hann jafni sig og geti snúið aftur til fjölskyldu sinnar og ástvina."

Henderson segir að leikmenn Liverpool muni hugsa til stuðningsmannisns og senda honum jákvæða strauma.

Tveir stuðningsmenn Roma, 25 og 26 ára, voru handteknir fyrir að ráðast á manninn. Þeir eru sakaðir um morðtilraun en talið er að þeir hafi slegið hann með belti.

Stuðningsmaðurinn hefur verið nafngreindur sem Sean Cox, 53 ára gamall frá Írlandi.



Athugasemdir
banner