banner
   fös 25. júní 2021 15:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ægir Jarl spáir í áttundu umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Ægir Jarl
Ægir Jarl
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Brynjar setur tvö
Albert Brynjar setur tvö
Mynd: Raggi Óla
Adam Ægir Pálsson var með fimm leiki af sex rétta þegar hann spáði fyrir um leiki sjöttu umferðar í Lengjudeildinni. Adam er til þessa getspakasti spámaðurinn til þessa hér á Fótbolti.net.

Ægir Jarl Jónasson, leikmaður KR og fyrrum leikmaður Fjölnis, er spámaður fyrir áttundu umferðina sem hefst í kvöld.

Kórdrengir 3 -2 Grindavík (Í dag 19:15)
Kórdrengirnir vinna 3-2 sigur á heimavelli þar sem Albert Inga setur tvö og Ásgeir Frank með eitt með skalla og Oddur “fox in the box” Ingi setur tvö ef ég þekki hann rétt.

Fjölnir 1 - 0 Þór (Á morgun 13:00)
Mínir menn í Fjölni vinna 1-0 seiglusigur og Andri Freyr setur hjólhest í seinni hálfleik!

Selfoss 3 - 0 Víkingur Ó. (Á morgun 14:00)
3-0 selfoss í vil, Gary með eitt og Tokic með tvö og Tommi á krúsinni býður leikmönnum í bjór eftir leik, gleðidagur á Selfossi.

Þróttur R 1 - 1 Afturelding (Á morgun 14:00)
1-1 leikur Daði Bergs heldur áfram að skora og Kristófer Óskar jafnar í blálokin.

Grótta 3 - 2 Fram (Á sunnudag 12:00)
Gróttumenn koma á óvart enda vel drillaðir af Gústa og kreista fram 3-2 sigur, Pétur setur tvö mörk og Kristófer Orri með eitt. Tóti Guðjóns og Fred með sitthvort markið fyrir framara.

Vestri 1 - 2 ÍBV (Á sunnudag 14:00)
1-2 ÍBV með góðan sigur fyrir Vestan þar sem Gonzalo setur tvær sleggjur fyrir eyjamenn sem að vinna naumlega. Tufa minnkar munin fyrir Vestra.

Fyrri spámenn:
Adam Ægir - 5 réttir
Axel Óskar - 3 réttir
Stubbur - 3 réttir
Úlfur Blandon - 3 réttir
Rabbi - 2 réttir
Rúnar Þór - 2 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner