Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 03. júní 2021 14:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rabbi spáir í fimmtu umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Andri Freyr mætir sínum fyrrum liðsfélögum
Andri Freyr mætir sínum fyrrum liðsfélögum
Mynd: Fjölnir
Rafn Markús
Rafn Markús
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Stubbur var með þrjá rétta þegar hann spáði í leiki fjórðu umferðar í Lengjudeildinni.

Rafn Markús Vilbergsson, einn af sérfræðingum Fótbolta.net þegar kemur að Lengjudeildinni, spáir í leiki fimmtu umferðar. Leikirnir fara fram í dag, á morgun og á laugardag.

Grindavík 2-1 Selfoss (Í kvöld 19:15)
Eftir að hafa lent 0-3 undir í síðasta leik voru Selfyssingar óheppnir að ná ekki öllum þremur stigunum gegn Grottu en á sama tíma var Grindavík heppnir að ná í sigur á Ísafirði i fimm marka leik. Vonandi verða liðin áfram í stuði í kvöld en spurning hvort suð-austan rokið mun ekki spila stóra rullu í gangi leiksins. Grindavík tekur mikilvægan sigur og nauðsynlegan sigur fyrir toppbaráttuna.

Grótta 4-1 Þróttur R. (Í kvöld 19:15)
Grótta hefur skorað að flest mörk í deildinni í sumar og engin breyting verður á því í þessum leik. Atli Geir Gunnarsson skorar sitt fyrsta mark fyrir Þrótt en sigur Gróttu verður öruggur.

Afturelding 0-2 Fjölnir (Í kvöld 19:15)
Eftir að hafa tapað gegn Fram í miklum rokleik í síðustu umferð þá taka Fjölnismenn sigur í grannaslag. Sterkur og vel skiplagður varnarleikur Fjölnis verður mikilvægur þáttur í baráttu liðsins í sumar. Ragnar Leósson og Mosfellingurinn Andri Freyr Jónasson skora mörk liðsins.

ÍBV 1-0 Kórdrengir (Á morgun 18:00)
Eftir slaka byrjun Eyjamanna í deildinni þá ná þeir í sinn þriðja sigur í röð þar sem Gonzalo Zamorano skorar sigurmarkið gegn Dananum í markinu.

Fram 3-1 Vestri (Á laugardag 14:00)
Fjórði útileikur Vestra í fyrstu fimm umferðunum. Eftir tvö sigra í fyrstu tveimur leikjunum þá hefur liðið fengið átta mörk á sig og ef liðið ætlar sé að vera í toppbaráttu þá er mikilvægt fyrir liðið að bæta varnarleikinn og að taka sigur á erfiðum útivelli. Framarar hafa byrjað tímabilið frábærlega og það verður engin breyting á því í þessum leik, Albert, Gunnar og Þórir verða á markaskónum.

Víkingur Ó. 0-3 Þór (Á laugardag 16:00)
Vandræði Víkinga halda áfram en munu byrja betur en í fyrri leikjum og halda markinu hreinu fram yfir hálfleik. Þór tekur við sér í seinni hálfleik, Alvaro mun eiga stórleik og Daði heldur markinu hreinu í fyrsta skipti í sumar.

Fyrri spámenn:
Axel Óskar - 3 réttir
Stubbur - 3 réttir
Úlfur Blandon - 3 réttir
Rúnar Þór - 2 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner