Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 06. maí 2021 12:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úlfur Blandon spáir í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Jóhann Árni skorar í fyrstu umferð samvkæmt Úlfi
Jóhann Árni skorar í fyrstu umferð samvkæmt Úlfi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfur Blandon
Úlfur Blandon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsta umferðin í Lengjudeildinni hefst í kvöld. Tveir leikir eru í kvöld, tveir leikir á morgun og tveir leikir á laugardag.

Úlfur Blandon, einn af sérfræðingum Fótbolta.net um Lengjudeildina og Pepsi Max-deildina, spáir í fyrstu umferðina.

Þróttur R - Fjölnir 0-2 (í dag kl 19:15)
Fjölnismenn byrja á sterkum sigri á útivelli. Agaður og vel skipulagður varnarleikur að hálfu Fjölnismanna sigla sigrinum heim. Jóhann Árni setur fyrsta markið. Því miður fyrir Þróttara byrja þeir mótið eins og þeir enduðu það síðasta með tapi.

Fram – Víkingur Ó 3-1 (í dag kl 19:15)
Framarar byrja Íslandsmótið sterkt á heimavelli og klára leikinn nokkuð örugglega. Fyrirliðinn Hlynur Atli setur fordæmi fyrir yngri leikmenn liðsins og skorar skallamark eftir hornspyrnu.

Grótta – Þór 1-1 (á morgun 18:00)
Harka, tæklingar og lítið af færum einkenna leikinn á nesinu í fyrstu umferð. Liðin ná þó að skora sitthvort markið og skilja þokkalega sátt eftir baráttuleik sem endar með jafntefli.

Grindavík – ÍBV 0-1 (á morgun 18:00)
Eyjamenn mæta sprækir til leiks og sýna úr hverju þeir eru gerðir eftir viðburða ríka daga að undanförnu. Gonzalo Zamorona setur markið sem skilur liðin að og sýnir að það eru fleiri sem getað skorað mörk en Gary Martin.

Afturelding – Kórdrengir 2-2 (á laugardag 14:00)
Hörkuleikur sem endar með jafntefli Arnór Gauti dregur vagninn fyrir Mosfellinga og setur mark sitt á leikinn með marki úr langskoti.

Selfoss – Vestri 2-0 (á laugardag 14:00)
Selfyssingar eru klárir í bátana, eru búnir að æfa vel og mæta sterkir til leiks með tvo frábæra framherja. Vestramenn eru því miður langt á eftir í undirbúningi og mæta illa samstilltir og í lítilli leikæfingu til leiks og tapa leiknum nokkuð sannfærandi.
Athugasemdir
banner
banner