Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
banner
   mán 27. júlí 2020 22:04
Sverrir Örn Einarsson
Eiður Smári: Undir okkur komið að halda hraða
Eiður Smári Guðjohnsen
Eiður Smári Guðjohnsen
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Bara virkilega sáttur við þrjú stig og nokkuð sáttur heilt yfir með okkar leik og sérstaklega fyrri hálfleik. Þá fannst mér við stjórna leiknum og stjórna hraðanum en Grótta er þannig lið að þeir taka sér mikin tíma í allar aðgerðir þannig að það var undir okkur komið að halda hraða og tempó í og mér fannst við sérstaklega miðað við síðasta leik ná að keyra hraðan upp þokkalega.“
Sagði Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari FH um sín fyrstu viðbrögð eftir 2-1 sigur FH á Gróttu fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 2 -  1 Grótta

Á köflum í síðari hálfleik náði Grótta að ógna marki FH verulega og uppskar jöfnunarmark eftir hornspyrnu eftir rúmlega klukkustundarleik. FH náði forystunni aftur aðeins um mínútu síðar en Grótta náði sínum upphlaupum og oftar en ekki eftir klaufamistök leikmanna FH, Fannst Eiði votta fyrir kæruleysi í leik FH?

„Nei ég vill nú ekki bendla það við kæruleysi en það er rétt yfirleitt þegar Grótta kom sér í góða stöðu þá var það vegna þess að við vorum að gefa boltann of auðveldlega frá okkur. Það hefur verið talað um það hér innan hópsins að við verðum að láta andstæðing hafa meira fyrir því að ná boltanum af okkur en sem betur fer kostaði það okkur ekkert í dag.“

Eggert Jónsson er gengin til liðs við FH eins og fram kom á dögnum og verður hann löglegur með liðinu þegar glugginn opnar þann 5.ágúst næstkomandi. Hyggja Eiður og Logi á frekari breytingar á leikmannahópnum þegar glugginn opnar?

„Það er ekkert sem liggur fyrir. Okkur fannst tækifærið að fá Eggert til okkar of stórt og of gott til að sleppa því og við erum fullir tilhlökkunar. Hann eykur breiddina og kemur með reynslu og mikið stál og sigurvilja.“

Sagði Eiður Smári en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner