Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   þri 27. ágúst 2019 22:40
Oddur Stefánsson
Bury rekið úr deildinni (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Bury FC, sem hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið vegna fjármálastöðu félagsins, hefur verið rekið úr ensku deildakeppninni. Bury var í C-deild enska fótboltans.

Einhverjar sögur voru um að Steven Dale eigandi félagsins væri að ná að selja félagið en þau viðskipti urðu að engu. Bury hafði fengið frest þangað til í dag til að ganga frá sínum málum. Það gekk ekki.

Bury, sem er 134 ára gamalt félag, er fyrsta liðið til að vera rekið úr ensku deildarkeppninni í 27 ár.

Í tilkynningu frá enska knattspynusambandinu segir:

„Eftir langar samræður hefur verið ákveðið að rifta þáttökurétt Bury FC eftir að félaginu mistókst að ganga frá sínum málum þrátt fyrir frest.

„Fjöldi liða í deildinni eru nú 23 og munu fallsætum vera fækkað niður í þrjú."

Debbie Jevans formaður deildarinnar lýsir deginum sem dimmasta degi deildarinnar síðustu ára.


Athugasemdir
banner