Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   fös 27. september 2019 21:55
Ívan Guðjón Baldursson
Wesley Hoedt: Mistök að yfirgefa Lazio
,,Hasenhüttl gaf mér aldrei tækifæri
Mynd: Getty Images
Hollenski miðvörðurinn Wesley Hoedt viðurkennir að það hafi verið mistök að ganga til liðs við Southampton sumarið 2017.

Hoedt var keyptur frá Lazio fyrir 15 milljónir punda og átti að vera arftaki Virgil van Dijk. Hann spilaði flesta leiki í hjarta varnarinnar hjá Southampton en gengi liðsins var slakt og tók Ralph Hasenhüttl við stjórnartaumunum í desember 2018.

Hoedt missti strax sæti sitt í liðinu og var lánaður til Celta Vigo mánuði síðar. Hann kláraði síðustu leiktíð hjá Celta og var lánaður til Royal Antwerp í Belgíu í ágúst.

„Ralph sagðist ætla að gefa mér annað tækifæri í sumar en ég fékk aldrei fyrsta tækifærið. Ég gerði mitt besta á æfingum í allt sumar en það var til einskis. Eftir annað spjall við hann ákvað ég að reyna fyrir mér hjá öðru félagi," sagði Hoedt, sem hefur farið vel af stað með Antwerp.

„Það voru mistök að yfirgefa Lazio en mig langaði að spila í bestu deild í heimi. Ég fékk samningstilboð sem ég gat ekki hafnað og skipti yfir.

„Því miður átti félagið tvö léleg tímabil þegar ég kom. Ég bjóst ekki við að þetta færi svona."


Hoedt er 25 ára gamall og á 6 leiki að baki fyrir hollenska landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner