Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 08. maí 2024 19:38
Brynjar Ingi Erluson
Júlíus áfram í bikarnum - Þrír Íslendingar úr leik
Júlíus er kominn í 8-liða úrslit
Júlíus er kominn í 8-liða úrslit
Mynd: Lemos Media
Júlíus Magnússon og hans menn í Fredrikstad eru komnir áfram í norska bikarnum eftir 3-2 sigur liðsins á Raufoss í 16-liða úrslitum í kvöld.

Brandur Olsen, fyrrum leikmaður FH, skoraði eitt og lagði upp tvö fyrir Fredrikstad í leiknum.

Júlíus var eins og venjulega á miðsvæði Fredrikstad sem er nú komið í 8-liða úrslit.

Brynjar Ingi Bjarnason og Viðar Ari Jónsson eru báðir úr leik eftir að Ham/Kam tapaði fyrir Vålerenga eftir vítakeppni.

Brynjar var í byrjunarliði Ham/Kam gegn sínum gömlu félögum en Viðar kom inn af bekknum í fyrri hálfleik eftir að liðsfélagi þeirra meiddist.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-2 og þá var ekkert skorað í framlengingunni. Viðar skoraði úr sínu víti í vítakeppninni, en þrír frá Ham/Kam klúðruðu af punktinum og liðið því úr leik.

Patrik Sigurður Gunnarsson var allan tímann á bekknum hjá Viking sem tapaði óvænt fyrir Levanger, 4-2, eftir framlengdan leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner