Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   fim 28. apríl 2022 16:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrír orðaðir við FH - „Myndum skoða þá ef það væri möguleiki að fá þá"
Davíð Snær
Davíð Snær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lasse Petry
Lasse Petry
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag voru þeir Lasse Petry, fyrrum leikmaður Vals, og Keflvíkingurinn Davíð Snær Jóhannsson orðaðir við FH. Í gær var greint frá því hér á síðunni að FH hefði áhuga á Sigurði Agli Láurssyni, leikmanni Vals.

Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, var spurður út í þessar sögusagnir í dag.

Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, er þó nýbúinn að segja að tekin hefði verið ákvörðun um að styrkja ekki leikmannahópinn frekar. Er breytt staða?

„Við erum að skoða í kringum okkur, það getur vel verið að við fáum einhvern leikmann inn og það getur vel verið að við tökum ekki neinn inn. Það á bara eftir að koma í ljós."

„Ef að það er leikmaður sem okkur stendur til boða og við teljum að henti leikstíl liðsins og þeirri stefnu sem við erum að fara eftir þá að sjálfsögðu skoðum við það. Ef ekki erum við með þennan hóp sem við erum með sem ég treysti allavega fullkomlega til að standa sína plikt,"
sagði Davíð.

Eruði búnir að senda fyrirspurn til Ítalíu (Lecce, félagið sem Davíð Snær spilar hjá), til Danmerkur (HB Köge, félagið sem Petry spilar fyrir) og á Hlíðarenda?

„Nei, við erum ekki búnir að gera það. Allir þessir þrír leikmenn eru mjög góðir leikmenn og ef að eitthvað af þessum nöfnum væri möguleiki þá myndum við alveg skoða það."

„Við erum ekki komnir á þann stað að vera senda fyrirspurn á neinn af þessum leikmönnum eða klúbbum,"
sagði Davíð.
FH á betri stað núna en fyrir leikinn gegn Breiðabliki í fyrra
Athugasemdir
banner
banner
banner