Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   fös 29. mars 2024 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Stefán Teitur skoraði tvennu í undanúrslitum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Silkeborg og skoraði tvennu í fyrri hálfleik í stórsigri gegn Fredericia í undanúrslitum danska bikarsins í kvöld.

Stefán Teitur spilaði aðeins fyrri hálfleikinn og var skipt af velli í leikhlé þegar heimamenn voru með þægilega þriggja marka forystu.

Tonni Adamsen reyndist þó besti leikmaður vallarins þar sem hann skoraði þrennu og lagði upp í 6-1 sigri Silkeborg.

Liðin eiga eftir að mætast í seinni undanúrslitaleiknum, en ljóst er að Stefán og félagar eru svo gott sem búnir að tryggja sér farmiða í úrslitin.

Þá kom einn Íslendingur við sögu í B-deild hollenska boltans, þegar Elías Már Ómarsson leiddi framlínu NAC Breda í grátlegu tapi á heimavelli gegn MVV Maastricht.

Breda er í harðri baráttu um umspilssæti en þetta var annað tap liðsins í röð. Elías og félagar eiga 49 stig eftir 32 umferðir, en Elías er búinn að skora tvö mörk í síðustu fjórum deildarleikjum liðsins.

Rúnar Þór Sigurgeirsson sat að lokum allan tímann á bekknum er Willem II sigraði Helmond á útivelli til að auka forystuna á toppi deildarinnar.

Willem er með átta stiga forystu á toppinum og stefnir upp í efstu deild. Rúnar Þór er vinstri bakvörður og er í baráttu við Rob Nizet um byrjunarliðssæti. Rúnar virðist vera undir í baráttunni þessa stundina, en hann er búinn að skora eitt mark og gefa fjórar stoðsendingar í 22 deildarleikjum á tímabilinu.

Silkeborg 6 - 1 Fredericia
1-0 Stefán Teitur Þórðarson ('15)
2-0 Tonni Adamsen ('19)
3-0 Stefán Teitur Þórðarson ('24)
4-0 P. Mattsson ('49)
4-1 F. Carstensen ('52)
5-1 Tonni Adamsen ('63, víti)
6-1 Tonni Adamsen ('69, víti)

NAC Breda 1 - 2 MVV Maastricht

Helmond 0 - 2 Willem II

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner