Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 30. mars 2024 21:01
Brynjar Ingi Erluson
Braut blað í sögunni - Markahæsti varnarmaður í sögu Bretlandseyja
Mynd: EPA
Englendingurinn James Tavernier braut blað í sögu Bretlandseyja í dag er hann skoraði fyrsta mark Rangers í 3-1 sigrinum á Hibernian í Skotlandi.

Tavernier er 32 ára gamall hægri bakvörður sem er uppalinn hjá Newcastle United.

Hann spilaði á Englandi alveg til 2015 en þá ákvað hann að semja við Rangers í Skotlandi.

Þar hefur hann verið fastamaður síðustu níu árum og raðað inn mörkunum úr hægri bakverðinum en hann tekur aukaspyrnur og vítaspyrnur fyrir liðið.

Í dag skoraði hann 131. mark sitt á ferlinum og er hann nú formlega orðinn markahæsti varnarmaður í sögu Bretlandseyja. Hann bætti þar með met Graham Alexander, sem gerði 130 mörk á ferlinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner