Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 30. mars 2024 22:45
Brynjar Ingi Erluson
Frank: Missti næstum því trú á fótboltaguðinum
Thomas Frank
Thomas Frank
Mynd: Getty Images
„Það hefði átt að vera aðeins einn sigurvegari í þessum leik og það hefði aðeins getað verið okkar lið,“ sagði Thomas Frank, stjóri Brentford, eftir dramatíska jafnteflið gegn Manchester United í Lundúnum í kvöld.

Frank var ekki að tala vitleysuna þarna en Brentford átti 31 tilraun í leiknum, þar af þrjár tilraunir sem höfnuðu í tréverkinu og eitt mark dæmt af liðinu.

Það var með ólíkindum að Brentford hafi ekki skorað á fyrstu 90 mínútum leiksins en gegn gangi leiksins komst United yfir með marki Mason Mount áður en Brentford tókst loks að jafna metin og ná í stig.

„Við lendum síðan 1-0 undir á 96. mínútu og maður hugsar bara hvað fótboltinn er grimmur. Ég missti næstum því trú á fótboltaguðinum, en hann gaf aðeins til baka.“

„Þvílík frammistaða. Við vorum með öll yfirráð í leiknum og það aðeins verið einn sigurvegari. Þessir leikmenn eiga svo mikið hrós skilið og frábær hópur af manneskjum sem ég er að vinna með.“

„Við áttum flest skot í sögu úrvalsdeildarinnar en það er eiginlega ótrúlegt að við höfum ekki unnið. Þetta datt fyrir réttu leikmennina, leikmenn sem þú vilt að boltinn detti fyrir, en svona er fótboltinn. Ég er mjög svo ánægður með frammistöðuna, því hún var meira eða minna fullkomin,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner