Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 30. desember 2020 13:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Daníel: Fyrsta sinn sem ég hef verið 'shame-aður' fyrir atgervi mitt
Marki fagnað eftir umræðu um barnaspik.
Marki fagnað eftir umræðu um barnaspik.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
 Þótt liðið sé komið deild neðar þá er geggjað að vera í liði sem stefnir á að fara upp og vinna með því helling af leikjum þótt sviðið sé aðeins minna.
Þótt liðið sé komið deild neðar þá er geggjað að vera í liði sem stefnir á að fara upp og vinna með því helling af leikjum þótt sviðið sé aðeins minna.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ég hef verið KA-maður síðan ég var tveggja ára gamall og elska KA. Ég var ótrúlega ánægður með tíma minn hjá FH. Strákarnir geggjaðir, stuðningsmennirnir flotti og samheldnin í félaginu er til fyrirmyndar.
Ég hef verið KA-maður síðan ég var tveggja ára gamall og elska KA. Ég var ótrúlega ánægður með tíma minn hjá FH. Strákarnir geggjaðir, stuðningsmennirnir flotti og samheldnin í félaginu er til fyrirmyndar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta er svona í fyrsta sinn sem ég hef verið 'shame-aður' fyrir atgervi mitt en ég tek þetta ekkert inn á mig þannig. Nýtti þetta bara og reyndi að svara fyrir mig.
Þetta er svona í fyrsta sinn sem ég hef verið 'shame-aður' fyrir atgervi mitt en ég tek þetta ekkert inn á mig þannig. Nýtti þetta bara og reyndi að svara fyrir mig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að það verði lagt allt kapp á að komast upp í Allsvenskan aftur og það væri geggjað að vera stór hluti af því, alveg fáránlega til í það."

Miðjumaðurinn Daníel lék með FH á liðinni leiktíð á láni frá sænska félaginu Helsingborg. Helsinborg endaði í næstneðsta sæti sænsku Allsvenskan og leikur í næstefstu deild á komandi leiktíð. Daníel missti af síðustu leikjum FH vegna meiðsla og var það fyrsta umræðuefnið.

„Ég segi fínt, ég hef verið fyrir norðan hjá mömmu og pabba um jólin," sagði Daníel þegar Fótbolti.net heyrði í honum í gærkvöldi.

Hvernig er staðan á meiðslunum og hvers lags meiðsli voru þetta?

„Ég er ágætur núna. Þetta voru álagsmeiðsli í hnénu. Ég spilaði tvo leiki þar sem ég var að drepast í hnénu vegna verkja. Það var Evrópulekur framundan sem ég vildi ekki missa af. Þegar ég ætlaði að hvíla í nokkra daga þá versnaði þetta og versnaði. Ég fór svo í sprautu og rétt áður en tímabilinu var slaufað var ég að detta í gang. Ég gat ekkert hlaupið á tímabili en standið er allt að koma til."

Þú missir m.a. af lokaleikjunum með U21. Hvernig var að fylgjast með því?

„Það var gaman að sjá strákana klára þetta en leiðinlegt að missa af þremur verkefnum. Ég þurfti að draga mig út úr fyrsta verkefninu og var svo ekki orðinn klár í næstu tvö. Það var sárt að missa af þessu, manni langaði svo mikið að vera með. Auðvitað er maður ánægður að við erum komnir á lokamótið. Markmiðið er klárlega að vera hluti af hópnum í lokamótinu."

Varstu fullkomlega sáttur með þína frammistöðu á tímabilinu fram að meiðslunum í haust?

„Já, heilt yfir fannst mér ég vera að spila nokkuð vel. Ég náði að koma mér í fínar leikstöður en metnaðurinn er þannig að maður hefði viljað spila 90 mínútur í öllum leikjum. Það er langt síðan en mig minnir að það hafi verið 2-3 leikir þar sem ég fór út af um miðbik seinni hálfleiks og það var það eina sem ég var smá pirraður út í, að geta ekki klárað leikina."

Það tengist þessu kannski aðeins, orð Venna í Stúkunni, um þitt líkamlega ástand. Þú svaraðir spurningum um þetta í útvarpsþættinum í sumar en var eitthvað tengt þessu rætt hjá FH?

„Þetta var alveg nefnt og strákarnir í klefanum voru duglegir að bantera með þetta sem var allt í góðu. Þetta kemur kannski svolítið til þar sem ég er oft á svipuðu tempói allan leikinn í mínum leik. Ég þyrfti að fjölga sprettum í mínum lek. Þessi ummæli kveiktu samt í mér og ég hljóp manna mest í næstu leikjum á eftir, það var gott að geta aðeins svarað fyrir þetta."

„Eiður ræddi þetta aðeins við mig. Hann kom inn á að það væri alls ekki planað að ég yrði tekinn af velli í seinni hálfleik en fannst vanta meiri orku í leik liðsins og þetta var niðurstaðan. Ég hafði alltaf verið sá miðjumaður hjá KA sem var orkumikill allan leikinn svo þetta var nýtt fyrir mér."

„Þetta er svona í fyrsta sinn sem ég hef verið 'shame-aður' fyrir atgervi mitt en ég tek þetta ekkert inn á mig þannig. Nýtti þetta bara og reyndi að svara fyrir mig."


Hvernig er staðan á þínum málum hjá Helsingborg? Verðuru þar á næstu leiktíð?

„Staðan er þannig að ég er samningsbundinn úti. Ég er orðinn spenntur fyrir því að fara út. Ég er búinn að vera í mjög löngu fríi, búinn að æfa eitthvað og hlaupa en langt síðan ég spilaði. Ég hef aðeins fengið að mæta á æfingar hjá KA til að halda mér í formi."

„Ég fer út núna í byrjun janúar og tek undirbúningstímabilið þar og er nokkuð bjartsýnn. Það er kominn nýr þjálfari og stefnan er sett á að fara upp. Þótt liðið sé komið deild neðar, þá er geggjað að vera í liði sem stefnir á að fara upp og vinna með því helling af leikjum, þótt sviðið sé aðeins minna."


Hvenær byrjar undirbúningstímabilið?

„Ég fer út 9. janúar og við byrjum 12. að æfa. Þangað til er ég með eitthvað hlaupaprógram. Bikarinn byrjar svo í mars held ég og stefnan er sett á að vera í mjög góðu standi þegar U21 hópurinn verður valinn fyrir lokamótið."

Voru það mikil vonbrigði fyrir Helsingborg að falla?

„Ég veit ekki hversu mikill skellur þetta var. En félagið er risastórt og á ekki að vera í Superettunni. Ég geri ráð fyrir að þetta sé risaskellur. Það var það alla vega síðast þegar liðið féll. Ég held að það verði lagt allt kapp á að komast upp í Allsvenskan aftur og það væri geggjað að vera stór hluti af því, alveg fáránlega til í það."

Annar KA-maður, Bjarni Mark Duffield, leikur í Superettan með Brage. Ertu búinn að ræða við hann um deildina?

„Við höfum reyndar lítið gert það, eitthvað aðeins bara. Við erum mjög góðir vinir og ætluðum að fara út á sama tíma en hann beilaði á mér þar sem fyrstu æfingu var frestað, smá skellur. Bjarni segir að IK Brage stefni upp og ég segi að við ætlum það líka."

„Ég held að þessi deild sé jöfn og það eru gæði í henni. Ég man eftir því að hafa spilað við Division 1 lið, þriðju deildar lið, og ég bjóst ekki við of mikilli mótspyrnu. Það kom mér á óvart hversu góðir leikmennirnir þar voru svo þetta verður ekkert gefins. Svo er Alex Þór Hauksson kominn í Öster sem á að vera gott lið."


Er kominn smá FH-ingur í þig eftir dvölina eða er KA það eina sem kemst að í hjartanu?

„Ég hef verið KA-maður síðan ég var tveggja ára gamall og elska KA. Ég var ótrúlega ánægður með tíma minn hjá FH. Strákarnir geggjaðir, stuðningsmennirnir flotti og samheldnin í félaginu er til fyrirmyndar. Ég myndi mæla með því fyrir hvaða leikmann sem er að fara í FH. Ég hef ekkert slæmt um félagið að segja," sagði Daníel að lokum.
Athugasemdir
banner
banner