Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 31. janúar 2023 17:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sabitzer á flugvellinum í München - Á leið til Manchester
Marcel Sabitzer.
Marcel Sabitzer.
Mynd: EPA
Það er útlit fyrir það að Manchester United muni landa miðjumanninum Marcel Sabitzer frá Bayern München áður en félagaskiptaglugginn lokar.

Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi greinir frá því að Austurríkismaðurinn hafi sést á flugvelli í München þar sem hann er undirbúa sig fyrir að taka flugið yfir til Manchester til að ganga frá skiptunum.

Sabitzer er fjórði kosturinn inn á miðsvæðið hjá Bayern en Leon Goretzka og Joshua Kimmich spila þar flesta leiki. Ryan Gravenberch er svo næstur í röðinni á undan Sabitzer.

Chelsea er einnig sagt hafa áhuga á leikmanninum en talsvert líklegra sé að hann fari til United.

Sabitzer er 28 ára Austurríkismaður sem kom til Bayern frá RB Leipzig sumarið 2021. Hann á að baki 68 landsleiki. Á þessu tímabili hefur hann skorað eitt mark í 24 leikjum í öllum keppnum með Bayern. Hann getur leyst margar stöður á vellinum en hefur oftast spilað á miðri miðjunni.

Hann kemur til með að fylla í skarðið sem Christian Eriksen skilur eftir sig á meðan hann er meiddur næstu vikurnar. Donny van de Beek er einnig frá vegna meiðsla út þessa leiktíð og mikilvægt fyrir Man Utd að fá inn miðjumann.
Athugasemdir
banner
banner
banner