Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 31. mars 2024 10:00
Brynjar Ingi Erluson
De Zerbi um framtíðina: Enginn mun gleyma því sem við höfum gert
Mynd: EPA
Ítalski stjórinn Roberto De Zerbi gaf sterklega til kynna að hann gæti verið á förum frá Brighton í sumar.

De Zerbi hefur verið orðaður við Barcelona, Liverpool og Bayern München síðustu vikur en ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano er á því að hann sé að stýra sínu síðasta tímabili með Brighton.

Fyrir leik Brighton gegn Liverpool talaði De Zerbi um framtíðina en þar gaf hann dulin skilaboð um að hann gæti verið á förum eftir tímabilið.

„Samband mitt við félagið, stuðningsmennina og leikmennina hér hjá Brighton mun ekki breytast út frá því hvað gerist hjá mér í framtíðinni. Það sem við gerðum er hluti af sögunni og enginn mun gleyma því,“ sagði De Zerbi.

Talið er að De Zerbi sé nú efstur á lista hjá öllum félögunum sem hann hefur verið orðaður við, þá sérstaklega eftir að Xabi Alonso ákvað að vera áfram hjá Bayer Leverkusen.
Athugasemdir
banner
banner