Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   sun 31. mars 2024 17:49
Brynjar Ingi Erluson
„Gabriel og Saliba voru með Haaland í vasanum“
Mynd: Getty Images
Liverpool leiðir nú í titilbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar eftir að Manchester City og Arsenal gerðu markalaust jafntefli á Etihad-leikvanginum í dag.

Lærisveinar Jürgen Klopp kláruðu sitt gegn Brighton á Anfield, þar sem Mohamed Salah gerði sigurmarkið í 2-1 sigri og kom sínum mönnum á toppinn.

Spennuþrungin leikur Man City og Arsenal endaði jafn sem þýðir það að Liverpool er með tveggja stiga forystu á toppnum þegar níu umferðir eru eftir.

Roy Keane, sparkspekingur á Sky Sports, telur að það hafi aðeins verið einn sigurvegari eftir þessa umferð.

„Liverpool er sigurvegari dagsins, unnu sinn leik og horfðu síðan á þessi tvö lið gera jafntefli. Þeir verða í skýjunum með þetta og allt í einu horfir þú á töfluna og hugsar að Liverpool sé líklegast til að vinna titilinn,“ sagði Keane.

Micah Richards, fyrrum leikmaður Man City og enska landsliðsins, fannst heimamenn ekki nægilega öflugir á síðasta þriðjungi vallarins og þá var Erling Braut Haaland nánast ósýnilegur.

„Þessi úrslit eru enginn heimsendir. Ég var fyrir vonbrigðum með Man City á síðasta þriðjungi vallarins. Þeir gerðu mjög vel alveg þangað til þeir komu inn á þann hluta vallarins. Haaland tók mörg mismunandi hlaup, en þeir náðu aldrei að tengja spilið. Haaland þurfti að gera meira, því Saliba og Gabriel voru bara með hann í vasanum,“ sagði Richards.
Athugasemdir
banner
banner
banner