Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   lau 31. ágúst 2019 16:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mark tekið af Aston Villa - „Þarft að sjá þetta til að trúa þessu"
Kevin Friend dæmdi leikinn.
Kevin Friend dæmdi leikinn.
Mynd: Getty Images
Tíu leikmenn Aston Villa skoruðu jöfnunarmark í uppbótartíma gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Markið var hins vegar dæmt af. Kevin Friend, dómari leiksins, gaf Jack Grealish gult spjald fyrir leikaraskap í aðdragandanum og dæmdi markið, sem Henri Lansbury skoraði, af. Friend hafði flautað áður markið var skorað og því gat VAR ekki leiðrétt dóminn.

Grealish reyndi að standa í fæturnar, en missti að lokum jafnvægið eftir að hann hafði komið boltanum til Lansbury.

Ákvörðunin vakti mikla furðu á samfélagsmiðlum og skrifaði Gary Lineker, fyrrum landsliðsmaður Englands og núverandi þáttarstjórnandi Match of the Day, á Twitter:

„Þú þarft að sjá þetta til að trúa þessu. Ég skil ekki hvers vegna VAR breytti ekki þessum dómi."

Atvikið má sjá hérna.

Aston Villa-menn voru alls ekki sáttir, en þeir fóru heim til Birmingham án stiga.



Athugasemdir
banner
banner