Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 14. september 2016 10:30
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 2. deild: Hvíti Lukaku er lógískt gælunafn
Leikmaður 20. umferðar - Viðar Þór Sigurðsson (KV)
Viðar á góðri stundu í búningi KV.
Viðar á góðri stundu í búningi KV.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Viðar lék á lánssamningi með Fjarðabyggð í fyrra.
Viðar lék á lánssamningi með Fjarðabyggð í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Knattspyrnufélag Vesturbæjar vann ansi langþráðan og mikilvægan sigur í 2. deildinni um síðustu helgi. Liðið var í „frjálsu falli", eins og Viðar Þór Sigurðsson sóknarmaður KV orðar það, áður en 3-1 sigur vannst gegn Völsungi.

Viðar gerði varnarmönnum Völsungs lífið leitt í leiknum og uppskar tvö mörk. Hann er leikmaður 20. umferðar 2. deildar.

„Leikurinn var ansi jafn framan af en við potuðum einu inn í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik náðum við að nýta okkur hvað þeir fóru framarlega með sitt lið og kláruðum leikinn með því að komast í 3-0, síðan klóruðu þeir í bakkann í lokin," segir Viðar.

„Við höfðum ekki unnið leik síðan 1. júlí svo þetta var gríðarlega mikilvægur sigur til að stöðva þetta frjálsa fall sem við höfum verið í í töflunni og gefa liðinu aukið sjálfstraust fyrir síðustu tvær umferðirnar."

Má líka kenna EM um
Seinni hluta sumars hefur reynst KV erfiður. Af hverju þetta hrap?

„Ég hef enga aðal ástæðu fyrir slæmu gengi en það var skipt var um gervigras á heimavelli okkar KV-Park í júlí og ágúst og þurftum við því að æfa og spila í Safamýri. Leikurinn um helgina var fyrsti leikurinn á nýja teppinu á KV-Park og okkur líður best þar. Einnig má kenna Evrópumótinu í knattspyrnu um enda vantaði oftast ófáa leikmenn á æfingar og í leiki í lok júní og byrjun júlí."

KV er enn í fallhættu, liðið hefur 20 stig þegar tvær umferðir eru eftir. Tvö stig eru niður í Ægi sem situr í fallsæti.

„Mér líst ansi vel á það sem eftir lifir móti, eigum tvo leiki eftir á móti fínum liðum sem við ætlum að vinna," segir Viðar en KV á eftir að leika gegn Magna og Sindra.

#TheWhiteLukaku
Viðar gengur undir gælunafninu „Hvíti Lukaku" og kann vel við það viðurnefni.

„Romelu Lukaku hefur verið átrúnaðargoðið mitt síðan hann var 16 ára í Anderlecht og ég keypti hann alltaf í FM. Einnig erum við mjög líkir að vexti og burðum svo mér finnst það mjög lógískt að ég sé #TheWhiteLukaku."

Viðar er fæddur 1996 og er uppalinn KR-ingur. Hann er hjá KV á lánssamningi frá KR.

„Þar sem ég er uppalin í hinni margrómuðu Ungliðahreyfingu KV reikna ég fastlega með því að ég verði í KV á næsta ári þegar við ætlum okkur uppí 1. deild aftur, þar sem KV á heima," segir Viðar að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 19. umferð - Kristinn Justiniano Snjólfsson (Sindri)
Bestur í 18. umferð - Sólon Breki Leifsson (Vestri)
Bestur í 17. umferð - Jonathan Hood (Ægir)
Bestur í 16. umferð - Arnór Breki Ásþórsson (Afturelding)
Bestur í 15. umferð - Daði Ólafsson (ÍR)
Bestur í 14. umferð - Viktor Smári Segatta (Grótta)
Bestur í 13. umferð - Friðrik Ingi Þráinsson (Höttur)
Bestur í 12. umferð - Kristján Ómar Björnsson (ÍR)
Bestur í 11. umferð - Björn Anton Guðmundsson (ÍR)
Bestur í 10. umferð - Jón Gísli Ström (ÍR)
Bestur í 9. umferð - Sergina Modou Fall (Vestri)
Bestur í 8. umferð - Einar Bjarni Ómarsson (KV)
Bestur í 7. umferð - Duje Klaric (Sindri)
Bestur í 5. umferð - Stefán Ari Björnsson (Grótta)
Bestur í 4. umferð - Nik Chamberlain (Afturelding)
Bestur í 3. umferð - Hafsteinn Gísli Valdimarsson (Njarðvík)
Bestur í 2. umferð - Viktor Örn Guðmundsson (KV)
Bestur í 1. umferð - Viktor Smári Segatta (Grótta)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner