Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 06. apríl 2024 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Athletic Bilbao bikarmeistari í fyrsta sinn í 40 ár
Athletic Bilbao er spænskur konungsbikarmeistari
Athletic Bilbao er spænskur konungsbikarmeistari
Mynd: EPA
Athletic Bilbao er spænskur konungsbikarmeistari í fyrsta sinn í 40 ár en liðið vann Real Mallorca eftir vítaspyrnukeppni á Estadio de La Cartuja-leikvanginum í Sevilla-borg í kvöld.

Real Mallorca náði yfirhöndinni á 21. mínútu er goðsögn félagsins, Dani Rodriguez, skoraði með laglegu skoti efst upp í hægra hornið eftir svakalega skotárás Mallorca-liðsins. Liðið hafði tekið tvö skot áður en Rodriguez setti boltann í markið.

Athletic fór í leit að jöfnunarmarki og taldi Nico Williams sig hafa jafnað metin er hann setti boltann í netið af stuttu færi en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Liðið hafði tapað sex úrslitaleikjum í röð áður en það mætti í þennan leik og það ætlaði svo sannarlega ekki að fara tapa sjöunda leiknum.

Oihan Sancet jafnaði snemma í þeim síðari eftir góða sókn. Athletic fékk nokkra sénsa til að vinna leikinn í þeim síðari en það gekk ekki eftir og því þurfti að framlengja.

Bæði lið voru hrædd við að gera mistök í framlengingunni og sættu sig greinilega við vítaspyrnukeppni en þar hafði Athletic betur þar sem Julen Agirrezebala, markvörður liðsins, reyndist hetjan með því að verja tvær spyrnur.

Þetta var 24. bikarmeistaratitill Athletic en sá fyrsti síðan 1984. Aðeins Barcelona hefur unnið bikarinn oftar eða 31 sinni.
Athugasemdir
banner
banner