Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 06. apríl 2024 18:32
Brynjar Ingi Erluson
England: Arsenal ekki í vandræðum með Brighton
Arsenal-menn fagna öðru markinu sem Kai Havertz skoraði á meðan leikmenn Brighton sitja algerlega uppgefnir í grasinu
Arsenal-menn fagna öðru markinu sem Kai Havertz skoraði á meðan leikmenn Brighton sitja algerlega uppgefnir í grasinu
Mynd: Getty Images
Leandro Trossard skoraði gegn gömlu félögunum
Leandro Trossard skoraði gegn gömlu félögunum
Mynd: Getty Images
Brighton 0 - 3 Arsenal
0-1 Bukayo Saka ('33 , víti)
0-2 Kai Havertz ('62 )
0-3 Leandro Trossard ('86 )

Arsenal vann sannfærandi 3-0 sigur á Brighton á Amex-leikvanginum í Brighton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lundúnaliðið er því komið aftur á toppinn með 71 stig, einu meira en Liverpool.

Brighton hefur verið eitt erfiðasta liðið heim að sækja á þessari leiktíð og hafði aðeins tapað einum heimaleik fyrir þennan leik en það var gegn West Ham í byrjun tímabils.

Þessi tölfræði hræddi ekki Mikel Arteta og hans menn en það þurfti örlitla þolinmæði til þess að ná forystunni.

Bukayo Saka gerði fyrsta markið á 33. mínútu úr vítaspyrnu eftir að Tariq Lamptey tæklaði Gabriel Jesus í teignum. VAR þurfti að skoða atvikið vel og vandlega, en brotið gerðist við enda vítateigsins og var óvíst hvort Jesus hafi verið kominn inn í teig þegar brotið átti sér stað og þá var einnig athugað hvort Lamptey hafi náð fyrst til boltans. VAR ákvað að Arsenal fengi vítaspyrnu og kom Saka því gestunum í 1-0.

Arsenal var hættulegra liðið í fyrri hálfleiknum og kom sér oft í góðar stöður en mörkin urðu hins vegar ekki fleiri áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Gabriel Jesus skallaði boltanum rétt framhjá í byrjun síðari hálfleiks. Arsenal var í leit að öðru marki enda getur 1-0 forystan verið hættuleg þegar líður á leikinn.

Annað markið kom fyrir rest. Jorginho setti boltann á Kai Havertz sem tvöfaldaði forystuna.

Leandro Trossard gerði þriðja og seinasta mark leiksins er hann lyfti boltanum yfir Bart Verbruggen í markinu. Gott mark gegn gömlu liðsfélögunum.

Sannfærandi og sanngjarnt hjá Arsenal, sem virðist hafa tekið slæma fallið í titilbaráttunni á síðasta tímabili í reynslubankann, en Arsenal er nú á toppnum með 71 stig þegar liðið á sjö leiki eftir í deildinni. Brighton er á meðan í 10. sæti með 43 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 35 25 5 5 85 28 +57 80
2 Man City 34 24 7 3 82 32 +50 79
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 33 18 6 9 67 52 +15 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 9 11 63 59 +4 48
10 Bournemouth 35 13 9 13 52 60 -8 48
11 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
12 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 35 7 9 19 42 62 -20 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner