Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 07. apríl 2024 10:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ten Hag vill að menn nýti reiðina - „Verðum að læra að sigla stórum leikjum heim"
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir að sínir leikmenn verði reiðir þegar þeir mæta Liverpool á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann kallar eftir því að þeir nái að sigla stórum leik heim.

United fékk á sig tvö mörk í uppbótatíma gegn Chelsea einungis fimm dögum eftir að hafa fengið á sig jöfnunarmark á 99. mínútu gegn Brentford.

United er í sjötta sæti deildarinnar á meðan Liverpool getur náð toppsætinu aftur með sigri í dag. Leikurinn hefst klukkan 14:30.

„Við verðum að stíga upp og taka betri ákvarðanir," segir Ten Hag. Þessi fimm stig sem United hefur misst af í síðustu leikjum skilur liðið eftir í mjög erfiðri stöðu í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Fimmta sæti deildarinnar gæti gefið sæti í Meistaradeildinni.

„Við getum spilað á mjög háum standard. Við getum sýnt að við erum á pari við bestu liðin og við getum unnið bestu liðin í úrvalsdeildinni. Við þurfum að læra hvernig á að sigla stórum leikjum heim."

United hefur unnið báða leikina gegn Liverpool á Old Trafford síðan Ten Hag tók við. Hann vill að leikmennirnir nýti vonbrigðin eftir síðasta leik sem eldsneyti í leiknum í dag.

„Við verðum að ná okkur fljótt í gang. Við verðum að snúa við genginu. Við verðum í góðum gír og við horfum fram á við. Við verðum að taka orkuna og nýta okkur reiðina. Þú getur tekið mikla orku úr reiðinni og þannig verðum við að gera þetta," sagði hollenski stjórinn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 35 25 5 5 85 28 +57 80
2 Man City 34 24 7 3 82 32 +50 79
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 33 18 6 9 67 52 +15 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 9 11 63 59 +4 48
10 Bournemouth 35 13 9 13 52 60 -8 48
11 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
12 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 35 7 9 19 42 62 -20 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner