Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 09. apríl 2024 21:57
Brynjar Ingi Erluson
Arteta: Við getum unnið þá í München
Mynd: EPA
Harry Kane skoraði annað mark Bayern
Harry Kane skoraði annað mark Bayern
Mynd: Getty Images
Spænski stjórinn Mikel Arteta er fullviss um að Arsenal geti unnið Bayern München á Allianz-leikvanginum en þetta sagði hann eftir 2-2 jafntefli liðanna í Lundúnum í kvöld.

Arsenal hefur ekki verið að hleypa mörgum mörkum á sig í síðustu leikjum.

Bayern hefur verið í miklu ójafnvægi á tímabilinu, svona miðað við önnur tímabil, en það mætti svo sannarlega til leiks í kvöld.

„Leikurinn var kaflaskiptur. Við byrjuðum ótrúlega vel, vorum með öll völd á leiknum og fengum ekkert á okkur. Við skoruðum gott mark og eftir það kemur augnablik þar sem Ben var fyrir framan Neuer. Ef við hefðum komist í 2-0 þá hefði þetta verið allt annar leikur

„Þeir skoruðu og það skapaði smá óvissu og annað markið var mjög óvenjulegt fyrir okkur en þetta er Meistaradeildin. Þér er refsað fyrir mistök.“

„Við leyfðum þeim að hlaupa í svæði og þeir voru mjög hættulegir en jafnvel þegar við vorum 2-1 undir þá reyndum við að finna taktinn, vorum rólegir og reyndum ekki að flýta okkur. Skiptingarnar höfðu síðan áhrif á leikinn.“

„Ef þú gefur eitthvað í Meistaradeildinni þá munu þeir taka það. Þér verður refsað og það er líka partur af fótbolta. Við getum stjórnað einföldu hlutunum og gert þá betur.“


Undir lok leiks vildu Arsenal-menn fá víti er Manuel Neuer tók Bukayo Saka niður í teignum. Atvikið var skoðað en ekkert víti dæmt.

„Þeir sögðust hafa skoðað það og ákváðu að þetta væri ekki vítaspyrna.“

Bayern hefur fjórum sinnum hent Arsenal úr leik í úrslitakeppni Meistaradeildarinnar. Getur Arsenal unnið á Allianz?

„Ég hef mikla trú á að við getum farið þangað og unnið þá. Við verðum að undirbúa okkur rosalega vel,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner