Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
   þri 09. apríl 2024 20:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Hlín: Gerist ekki á hverjum degi á móti Þýskalandi
Icelandair
Hlín fagnar marki sínu í kvöld.
Hlín fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Mirko Kappes
Hlín Eiríksdóttir.
Hlín Eiríksdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta eru ógeðslega svekkjandi úrslit," sagði Hlín Eiríksdóttir, sóknarmaður Íslands, eftir 3-1 tap gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

„Mér fannst þær betri en við í leiknum. Og þær eru betri en við á blaði. En mér fannst við engu að síður mæta þeim vel og við sköpuðum fínar stöður. Við vorum að gera vel varnarlega oft á tíðum en það þarf svo lítið til á móti liði eins og Þýskalandi. Þær refsa um leið og við gefum þeim eina fyrirgjöf."

Lestu um leikinn: Þýskaland 3 -  1 Ísland

„Við töpuðum á því að þær voru klínískari en við í okkar teig á móti við í þeirra teig."

Íslenska liðið lenti snemma undir í leiknum en átti þá í kjölfarið góðan kafla þar sem liðið hefði hæglega getað skorað þrjú mörk. Hlín skoraði úr þriðja færinu.

„Það sem er ógeðslega svekkjandi er að við erum alveg þarna. Við getum alveg spilað við þetta lið og það er það sem við viljum allar gera. Á góðum degi getum við unnið Þýskaland eins og öll önnur lið. Þær refsa okkur meira en við refsum þeim. Þess vegna töpuðum við leiknum."

„Auðvitað er gaman að skora, en það er svekkjandi að það hafi ekki gefið okkur neitt."

Markið kom úr þröngu færi. „Það er algjör krafa hjá mér að setja boltann í markið þarna. Þetta var alveg þröngt færi en ég er ein á móti markverði og það gerist ekki á hverjum degi á móti Þýskalandi. Ég er glöð að hafa náð að skora."

Það breytti leiknum þegar Sveindís Jane Jónsdóttir, lykilmaður Íslands, meiddist illa í fyrri hálfleik.

„Ég sá þetta ekki en mér fannst þetta ömurlegt. Vonandi er í lagi með hana. Þetta leit ekki vel út. Ég er sammála að það breytir leiknum. Bryndís kemur inn og stendur sig vel, en Sveindís er með ákveðin vopn sem við hinar erum ekki með. Að sjálfsögðu byggjum við planið okkar í kringum það. Mér fannst við leysa þetta ágætlega á köflum."

Hlín sér mikla bætingu frá síðasta útileik gegn Þýskalandi sem var í september í fyrra. Næsti gluggi er risastór þegar við mætum Austurríki tvisvar. „Við erum búnar að vera að tala um að við höfum tekið skref fram á við. Við mættum náttúrulega bara ekki til leiks í þeim leik. Ég held að þróunin sé jákvæð og vonandi getum við orðið enn betra. Ég heyrði að Austurríki hefði unnið í kvöld og það verða rosalega mikilvægir leikir."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner