Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 09. apríl 2024 21:38
Brynjar Ingi Erluson
Sam Hewson í KFK (Staðfest)
Sam Hewson hefur samið við KFK
Sam Hewson hefur samið við KFK
Mynd: KFK
Enski miðjumaðurinn Sam Hewson hefur samið um að leika með KFK í 3. deildinni í sumar en þetta kemur fram á Instagram-síðu félagsins í kvöld.

Hewson þarf vart ekki að kynna fyrir áhugamönnum um íslenskan fótbolta.

Englendingurinn var á mála hjá Manchester United, þar sem hann bar fyrirliðabandið hjá unglinga- og varaliðinu.

Þorvaldur Örlygsson fékk Hewson til Fram árið 2011 og spilaði hann með félaginu í tvö ár en á síðasta ári hans varð hann bikarmeistari með þeim bláklæddu.

Eftir tímabilið skipti hann yfir í FH og vann þar deildina tvö tímabil í röð, árin 2015 og 2016.

Hewson hefur einnig spilað með Grindavík. Fylki og nú síðast Þrótti R. en hann hjálpaði liðinu að komast aftur upp í Lengjudeild fyrir síðustu leiktíð. Samtals á hann 300 leiki og 53 mörk í öllum keppnum hér á Íslandi.

Hann hefur nú ákveðið að færa sig í neðri deildirnar en í kvöld samdi hann við Kópavogsfélagið, KFK, um að spila með liðinu í sumar.

„Ég er gríðarlega stoltur af því að semja við Sam Hewson og þakklátur fyrir að hann sé tilbúinn í þetta ferðalag með okkur,“ sagði Búi Vilhjálmur Guðmundsson, þjálfari KFK, um félagaskiptin.

KFK hafnaði í 2. sæti í 4. deild á síðasta ári og spilar því í 3. deildinni þetta árið.
Athugasemdir
banner